10.12.2013 | 21:51
Sérkennilegt
Á meðal þeirra ranghugmynda sem haldið er á lofti af aðstandendum facebooksvæðis gegn mosku á Íslandi að sögn Bjarna eru að:
Er sannleikurinn einn og sér ekki nóg fyrir þá? Eða fatta þeir ekki sannleikann? Eða er sannleikurinn kannski bara þeim svo mjög að skapi að þeir þurfa að finna eitthvað nýtt upp?
nauðgunarmenning sé fylgifiskur Íslam,
Nauðgunarmenning? Eru einhverjir aðrir en yfirlýstir feministar* sem nota það orð? (Ég spyr, því ég hef aldrei heyrt það frá öðrum.)
að genabanki Evrópuþjóðar á borð við Ísland geti laskast við blöndun við múslima.
Genabanki? hvað. Eru Múslimar nú sér kynþáttur?
Nei. Hættið að velta þessu fyrir ykkur. Þið hafið fundið slatta af þessum 20% íslendinga sem kunna bara rétt svo að lesa. Til hamingju.
Þetta hljómar allt eins og einhverskonar brandari. Svona húmor er til, ég get sýnt ykkur: http://www.somethingawful.com/
*strámmannstýpurnar sem eru svo vinsælar í fjölmiðlum
Líta upp til Breiviks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:15 | Facebook
Athugasemdir
Hver er þessi Bjarni?
Hefur hann lesið Kóraninn? Það er ég efins um. En það hef ég gert og ég veit hvernig múslimar hugsa.
Guðfræðingur, hvað er það? Er hann sjálfmenntaður?
Líta upp til Brevík - bullshitt!
Nauðgunarmenning, hef aldrei heyrt þetta orð áður.
Hitt er annað mál, að ég fylgist mjög vel með þessum málum í Svíþjóð og það er opinberlega staðfest að ALLAR hópnauðganir í því landi - og líka í Noregi eru framdar af múslimagengjum.
Þessi Bjarni ætti persónulega að hafa samband við lögreglustjórann í Osló til að fá þetta staðfest, það er að segja, ef hann hefur ekki séð sjónvarpviðtalið við hann á sínum tíma, þar sem hann opinberar SANNLEIKANN.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 22:48
Mesta þröngsýni sem ég hef kynnst er hjá þeim sem telja sig vera víðsýna
það eru bara hinir sem eru með ranghumyndir og ekki nógu rétthugsandi
Kristinn (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 00:10
Ég hef sterklega á tilfinningunni að það sé verið að trölla þennan Bjarna.
Merkin eru til staðar.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2013 kl. 19:42
V. Jóhansson - hann er að tala um hópinn Mótmælum mosku á Íslandi, þar hafa þeir sem stjórnað honum lýst yfir aðdáun á Brevik, hann er ekki að segja að allir sem mótmæla mosku á íslandi séu aðdáendur hans.
Hefur hann lesið kóraninn? Örugglega í fleiri en einni þýðingu, maðurinn er kenndi mér trúarbragðasögu í HÍ, hann kom að stofnun samstarfsvettvangs trúfélaga á Íslandi og hélt málþing með múslimafélögunum þrem í reykjavík síðasta haust held ég, þetta er maður sem segir ekki neitt nema að hafa ígrundað það og sannreynt vel, s.s. afbragðs fræðimaður.
Hvað varðar stöðuna í Osló man ég að Bjarni vitnaði í skýrslu á facebook síðu sinni sem hafði gengið á milli mosku mótmælanda undri þeim formerkjum að hún sannaði að nær allar nauðganir í Osló væru framdar af múslimum...hann benti á að þegar maður las skýrsluna kom í ljós að það var lygi,.
S. Geir (IP-tala skráð) 12.12.2013 kl. 09:53
Ég hefi staðið Bjarna Randver mörgum sinnum að hreinu blaðri um vefsíðuna ,,Mótmælum Mosku á Íslandi" í prentuðum útgáfum blaða. sérstaklega hjá 365 útgáfunum og ríkisútvarpinu. Ofstæki hans og hatur út í þá sem telja viðveru múslíma, mosku og Íslams hættulega fyrir land og þjóð er með hreinum eindæmum. Getum við ekkert lært af reynslu nágrannalanda okkar?
Daður hans og flaður utan í múslíma hérlendis og erlendis hefur vakið athygli og Bjarna og Toma meðreiðarsveini hans líkt við stór hættulega hegðun fyrir Ísland.
Hann er því hættulegri vegna stöðu sinnar við HÍ sem stundakennari og menn gætu því haldið að hann uppfyllti lágmarks siðsemi og heiðarleika í umræðunni. Það gerir þessi einstaklingur ekki.
Hér er slóð á eina af rógsherferðum hans gegn síðunni á Samráðsvettvangi Trúfélaga haustið 2010.
http://hrydjuverk.com/2010/11/24/islam-og-bjarni-randver-kennari-i-hi/
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 12.12.2013 kl. 15:06
S.Geir - Í síðust málsgrein hjá þér, varðandi nauðganir í Osló, kemur berlega fram að Bjarni rengir lögreglustjórann i Osló og segir beint út að hann ljúgi.
Ég hlustaði sjálfur á viðtalið í sænsku sjónvarp á sínum tíma og er þetta því beinn dónaskapur og afskaplega merkileg staðhæfing.
http://www.youtube.com/watch?v=fGDb5Nh3W_8
Hérna getur þessi Bjarni hlustað sjálfur!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.12.2013 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.