Þetta er ekki vandamál.

Löggjöf á Íslandi er með þeim annmörkum að ný og hættuleg fíkniefni eru ekki á opinberum listum yfir bönnuð ávana- og fíkniefni.

Það eru akki annmarkar.  Það er mikill sparnaður.

Hugsið aðeins um þetta: það er mikill iðnaður til til þess að finna upp ný og áhugaverð lyf.  Hann skilar af sér einhverju nýju og áhrifaríku öðru hvoru.

Ef það ætti að banna hvert og eitt þessara efna sérstaklega, myndi lagabálkurinn stækka ansi ört og verða til jafnvel enn meiri vandræða en hann er núna. 

Yfirleitt er um að ræða afbrigði eða afleiður af þekktum fíkniefnum

Aha... svona eins og Ritalín.  (Amfetamín geturðu fengið löglega.  Þökk sé flóknum reglum.)  Til skýringar - Ritalín er efni sem var fundið upp sérstaklega til þess að geðlæknar þyrftu ekki að ávísa Kókaíni. 

Ný reglugerð sé í smíðum og búist sé við að hún verði sett fljótlega eftir áramót. Með henni muni tugir nýrra fíkniefna bætast á bannlistann.

Það mun kosta okkur öll morð fjár.  Óháð því hvort við neytum þessara efna eða ekki. 

Best væri ef hægt væri að tengja bannlistann við lista stærri ríkja eða alþjóðastofnana sem séu betur í stakk búin til að fylgjast með þróuninni og bæta nýjum efnum inn.

Best?  Nei, verst.  Ég er ekki spenntur fyrir að taka við einhverjum útlendum reglugerðum.  Það hefur undantekningalaust reynst illa. 

Við smíði reglugerðarinnar nú sé einkum horft til þess hvaða fíkniefni Danir og Norðmenn hafi bannað.

Það eru einmitt þeir sem helst þyrftu að taka eitthvað máttugt. 

Það versta við þetta allt saman er hver erfitt verður fyrir þá sem þurfa að taka geðlyf að fá viðeigandi efni.  Í núverandi kerfi virðast bara þeir sem ekki þurfa þau fá þau í miklu magni.  Sem er náttúrlega mjög sniðugt.


mbl.is Hafa hundrað þúsund möguleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband