23.12.2013 | 18:24
Merkilegur maður fallinn frá
Hann hefði ekkert orðið ríkur þó hann hefði fundið upp sláttuvél. Hann bjó nefnilega í sovjétinu, þar sem var synd að græða á eigin erfiði.
En:
Riffillinn hans er nú úti um allt, á þjóðfána Mósambik (af góðri ástæðu) og nokkrum T-bolum. Hello Kitty á einn.
Algengasta skotvopn í heimi; mér skilst að í umferð séu ~ca 60 milljón eintök, eða 3X fleiri en Mosin Nagant, og 4X fleiri en af öllum gerðum af AR 15 samanlagt. Svo vitað sé. Það eru ekkert framleiðzlunúmer á þeim öllum.
Þrátt fyrir þetta vantar sárlega fleiri, sýnist mér.
AKM eru ekkert nákvæmir - þeir eru nógu nákvæmir.
Menn sem finna upp eitthvað svona merkilegt eru ekki á hverju strái.
Svo: skálum í smá vodka fyrir kallinum.
![]() |
Mikhail Kalashnikov látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:33 | Facebook
Athugasemdir
Já skál fyrir Míkhaíl Kalasníkov.
Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 24.12.2013 kl. 04:21
AK-47 er nefninlega glettilega nákvæmur þegar skotið er af honum einu skoti. Ef hann er notaður sem alsjálvirkur riffil þá verður dreifingin meiri, einsog er með alla aðra alsjálvirka riffla. Það sem AR-15 og M-16 hafa hinsvegar fram yfir AK-inn eru "green tip" kúlur sem eru "armour piercing." Þannig að ef þú þarft að skjóta í gegnum tommuþykka stálplötu er betra að hafa AR-15 eða M-16 við höndina. Góðar stundir.
Serious (IP-tala skráð) 24.12.2013 kl. 04:46
AK er svona ca MOA 5. AR-15 er ca MOA 2. MOA 5 er nóg til að hitta skotmark á stærð við mann af 150 metra færi, en ekki nóg til að keppa í skotfimi.
Svo er til mikið úrval af ammó í þetta allt, þökk sé kananum. Er ekki viss um samt að ég myndi treysta öðrum hvorum rifflinum til að gata tommu þykkt stál. Lélegt steypujárn kannski... Mjög lélegt.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.12.2013 kl. 13:49
Tjekkaðu á youtube á "green tip ammunition" tommuþykkt stál gatast einsog smjör af löngu færi.
Serious (IP-tala skráð) 24.12.2013 kl. 17:07
Tékkaði.
Hér: http://www.youtube.com/watch?v=142cGj4Jfdw (fer ekki gengum 7/16 at tommu)
Hér: http://www.youtube.com/watch?v=HBH-nqE_TCE (fer alls ekki gengum 1 tommu)
Eða hér: http://www.youtube.com/watch?v=y3vo72z1XiI (gerir góða holu á 1/4 tommu)
Tommuþykkt? Þú hlýtur að meina sentimeters þykkt.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.12.2013 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.