Þetta myndi aldrei geta gerst hér

Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey í Bandaríkjunum, hefur rekið aðstoðarmanns sem er sakaður um að hafa skipulagt meiriháttar umferðarteppu í hefndarskyni gagnvart pólitískum andstæðingi.

Væri betra: 

Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey í Bandaríkjunum, hefur rekið aðstoðarmann sinn, sem er sakaður um að hafa skipulagt meiriháttar umferðarteppu til að hefna sín á pólitískum andstæðingi. 

Talið er að umferð hafi vísvitandi verið teppt til að refsa borgastjóra úr röðum demókrata sem vildi ekki styðja Christie til að ná endurkjöri.

Hvernig? 

„Þetta er bæði vandræðalegt og niðurlægjandi fyrir mig hvernig sumir í mínum hópi hafa hegðað sér,“ sagði Christie í morgun.

Merkilegt.  Í landi Kana bera menn ábyrgð á verkum undirmanna sinna.  Heh.  Hér á landi bera menn ekki einu sinni ábyrgð á eigin verkum.

Og svo segja menn að bandaríkjamenn séu fífl. 

Hann sagði ennfremur að hann hefði látið Bridget Anne Kelly taka pokann sinn, en hún var einn nánasti ráðgjafi ríkisstjórans. 

Af hverju?

Hér vantar alveg fullt af upplýsingum. 


mbl.is Hefndaraðgerð dregur dilk á eftir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband