13.1.2014 | 23:26
Getur maður borið ábyrgð á öðru en eigin verkum?
Ég held ekki.
Ég hef nú samt heyrt það frá töluvert mörgum að maður geti borið ábyrgð á verkum annarra. Ekki fæ ég séð hvernig það virkar.
Nú seinast þessum manni. Hann þykist eiga hlutdeild í verkum annarra, til góðs eða ills. Bara vegna þess að hann hannaði verkfæri sem þeir hinir notuðu.
Gefum okkur nú að þetta sé rétt hjá manninum - að hann hafi borið meðábyrgð. Hvað þá ef hann hefði ekki þróað þenna grip? Hefði hann þá sloppið við að bera ábyrgð á sömu verkum sömu manna með öðrum verkfærum?
Hmm...
Þá bera Gordon Alles, Lazăr Edeleanu og Akira Ogata ábyrgð á dauða mörgþúsund manns, og allskyns óhæfuverkum undanfarin 126 ár. Og helvítis helling af svefnleysi. Og ég ætti að senda Samsung harðort bréf til að kvarta undan öllum sölumönnunum sem eru alltaf að hringja til mín.
Funk dat.
Endalaust er hægt að kenna öðrum um.
Nei, ég held ekki að siðferðileg ábyrð manna ferðist svona langan veg. Kalashnikov þróaði riffil, hann stjórnaði ekki gerðum manna. Það gerðu þeir sjálfir.
Andlegar þjáningar Kalashnikovs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Mig grunar helst að Kalashnikov hræddur við að fara til vítis.
Wilhelm Emilsson, 14.1.2014 kl. 18:34
Ekki þekkti ég manninn persónulega, svo ég get ekki sagt hversu illur hann er, en samkvæmt þeim trúmönnum sem ég hef persónulega þekkt, þá fara allir til helvítis.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.1.2014 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.