17.1.2014 | 20:50
þá er ég búinn að gefa út rafbók
Það er öllu ódýrara að gefa bækur út með rafmagni, svo ég lét það koma fram í verðinu, sem er meira en hundraðkalli lægra en það kostar að prenta hvert eintak af kilju í 1000 eintaka upplagi.
Ekki einu einasta tré var fórnað fyrir þetta. Mér vitandi. Mér er ekki kunnugt um að þeir hjá emma.is séu með spes altari til trjáfórna... en hvað um það:
Bókin er líka með lang-skærlitustu kápumyndinni. Það er alveg nóg til af drungalegum kápumyndum.
Hana er hægt að nálgast gegnum þennan hlekk.
Já...
Kaupið þetta!
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.