28.1.2014 | 21:17
Nú?
Hún vísar í bréfið. Þegar komið var fram á sumar gafst hún [stýrinefndar stjórnvalda um samningaviðræður við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna] upp á því að láta erlenda kröfuhafa, þ.e. Breta og Hollendinga, eignast Landsbankann vegna þeirra áhugaleysis (Icesave).
Gafst nefndin upp á að gefa útlendingum bankann vegna þess að útlendingarnir höfðu svo lítinn áhuga á bankanum?
Er það rétt skilið?
Hér er átt við bæði skilyrta skuldabréfið með hlutabréfabónusnum. Ef starfsmenn bankans gætu rukkað íslensk fyrirtæki og fjölskyldur um meira en 90 milljarða þá myndu starfsmenn eignast hlut í bankanum, og hið óskilyrta, sem þáverandi fjármálaráðherra tók upp á tæpa 300 milljarða og setti inn í nýja bankann í erlendum gjaldeyri, segir Vigdís.
Um þetta er spurt, og svarið er:
Eitt allar mikilvægasta verkefni ársins 2009 var að koma nýju bönkunum í gang. Það var að ná samningum um uppgjör milli þeirra og gömlu föllnu bankanna og fjármagna síðan með nægjanlegu eigin fé nýju bankana svo að þeir gætu hafist handa að þjónusta íslenskt efnahagslíf, sagði Steingrímur.
... formáli, býst ég við...
Án starfshæfs bankakerfis hefði engin endurreisn hafist á Íslandi."
Þessara banka sem átti bókstaflega að gefa útlendingum? Þeir hljóta þá að meina að það megi vera hvaða bankakerfi sem er. Þess vegna á Indlandi. Sem er framsýn, en jafnframt áhugaverð hugmynd.
"Þetta tókst á árinu 2009"
Hvað tókst? Að hefja endurreisn? Ég held að manninn misminni nú eitthvað.
"...og á að sjálfsögðu sinn þátt í því að umskipti urðu í hagkerfinu á síðari hluta árs 2010 og hagvöxtur gekk í garð.
Ja... það urðu vissulega umskifti. Við erum enn að súpa seyðið af þeim.
"Varðandi samsæriskenningar og ávirðingar Víglundar Þorsteinssonar þá eru þær auðvitað svoleiðis út úr öllu korti"
Mitt kort er stærra en hans. Svo svona lagað kemst fyrir á því.
"...að ég tel að það þurfi alveg sérstakt hugarfar..."
Raunsæi?
"Trúa menn því hér á Alþingi Íslendinga að á árinu 2009 hafi nokkrir æðstu embættismenn þriggja ráðuneyta, Seðlabankinn, FME, Ríkisendurskoðun, Bankasýsla ríkisins, fyrirtækið Landslög, lögfræði- og ráðgjafarfyrirtækið Hawpoint og fleiri myndað eitt víðtækt samsæri gegn hagsmunum landsins."
Ég yrði ekki hissa ef einn eða fleiri tryðu því.
"Án nokkurra raka eru þessar ávirðingar bornar á alla þessa aðila. Í einu lagi, sagði Steingrímur."
Rök? Skrollið upp og lesið aftur fyrstu málsgrein. Grunsamlegt, ekki satt? Fjórða málsgrein er svo mjög áhugaverð líka. (Í .þessum texta, nota bene.)
Þarf annan landsdóm?
Á ég að staðfesta að Víglundur og Vigdís séu snillingar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.