Að lesa: LoveStar

Eftir Andra Snæ Magnússon.

Kominn að bls 37.  Þegar þar er komið við sögu er enn engin saga.  Andri er bara að infódömpa á fullu.  Það er skemmtilegt infódömp og allt það, en... höfundar, meira að segja lélegir höfundar, hættu að infódömpa svona uppúr 1960, af góðri ástæðu.

Sko, það eru tveir mjög slæmir hlutir sem koma í ljós:

1: það eru engar persónur.

2: það er ekkert plott.

Sumir höfundar vilja byrja á að kynna persónur til sögunnar.  Til dæmis Accelerando eftir Charles Stross, sem er mjög svipuð hugmynd til að byrja með, nema sú bók byrjar á persónu, og lofar sögusviðinu að laumast inn eftir þörfum.  Aðrir vilja byrja á að segja okkur um hvað málið snýst.  Ég er ekki með dæmi úr bókmenntum, en Ghost in the shell sýnir á fyrstu 10 mínútunum alveg hvað er á seyði.

Ég les lengra og sé hvernig þetta fer.  Eins og er er þetta aflestrar eins og eitthvað sem 14 ára krakki myndi skrifa.  Það væri óskandi ef bókin héldi áfram að vera þannig, 14 ára krakkar eiga nefnilega til að vera skemmtilega klikkaðir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband