3.2.2014 | 20:05
Enn að lesa LoveStar
Kominn á bls 100.
Þegar hér er komið við sögu er búið að kynna til sögunnar tvær persónur. Fyrst er það Indriði, sem er draugleiðinlegt klón af sjálfum sér, sem lifir leiðinlegu lífi í þessum undarlega heimi.
Talandi um þennan heim sem sagan gerist í, raunveruleikinn er bara svona til hliðsjónar, annar er þetta meira eins og einhvern hafi dreymt þetta allt. Ég meina, það eru gaurar að framleiða lóur. Svo dreifa þeir þeim um allt. Til skrauts.
En hvað um það. Eftir annað 10 blaðsíðna infódömp fáum við að heyra af hinum karakternum, titilpersónunni sjálfri. Hérna verður sagan skyndilega miklu gáfulegri, vegna þess að sá gaur er nokkuð raunsæ persóna. Þetta er náungi sem í sjálfu sér veit harla fátt og kann lítið sem ekkert, ekkert séní þannig, en hefur ómælda persónutöfra. Svona eins og Hitler. Ekki draga neinar ályktanir út frá því, hann var bara eini gaurinn sem mér datt í hug sem var svona ómenntaður bjálfi sem gekk mjög vel í lífinu. Lagði næstum undir sig heiminn.
Þessi persóna virðist líka vera bi-polar, veit ekki hvað er PC að kalla þann kvilla núorðið, og sennilega siðblindur líka. Hann er ekki mjög góður.
Öll bókin hingað til er bi-polar.
En - sem eina tiltölega raunsæa persónan í þessu, getur maður haft ákveðna samkennd með honum, því honum getur ekki liðið vel umkringdur öllum þessum skrípafígúrum. Jú, það er þessi eini gaur sem birtist þarna, einhver náungi sem er ráðinn til að skifa ævisögu LoveStar, en fær engar upplýsingar.
Ég veit ekki hverju ég get líkt þessu við. Þetta er frá fyrsta kafla þjakað af því sem Accelerando fór ekki að þjást af fyrr en eftir 150 bls, því að það er ekki hægt að samsama sig með persónunum.
Sögusviðið... hefur einhver lesið "The Machine stops?" (E.M. Forster, 1909) Það jaðrar við að vera jafn ýkt.
Og þessi gígantísku infódömp... þetta tilheyrir tímabilinu fyrir seinna stríð.
Nú er bara að lesa lengra og sjá hvort plottið fer ekki að hefjast.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.