Heróín þýðir reyndar kven-hetja

Andlát bandaríska leikarans Philips Seymours Hoffmans hefur vakið athygli á vandamáli sem varað hefur verið við undanfarið í Bandaríkjunum - gríðarlegri aukningu í notkun heróíns sem vímugjafa.

Vissi ekki af því.  Hélt að heróín væri svo passé. 

Dauðsföllum af völdum of stórra skammta af heróíni fjölgaði um 45% á tímabilinu 2006 til 2010 

Vá.  Er kaninn eitthvað stressaðari en venjulega?  Hvað kemur til?

Cory Monteith, 31 árs, lést af of stórum skammti af heróíni og áfengi 

Ekki blanda eiturlyfjunum saman.  Sérstaklega ekki áfengi.  Áfengi fer ekki vel með neinu.  Nema skinku, en það er annað mál...

Dánartíðnin er hæst meðal aldurshópsins 45-54 ára þegar kemur að heróíni í New York 

Þegar hvað eða hver kemur að heróíni í NY?  Meinarðu að dánartíðni heróínneytenda í NY sé hæst meðal aldurshópsins 45-54 ára?

Ef svo er, djöfull verða þeir gamlir.  Kókaínneytendur hrökkva venjulega upp af eftir 2-5 ara neyzlu.

En Hoffman er ekki einn á báti [...] John Belushi, sem var 33 ára þegar hann lést árið 1982. 

Hann var að taka speedball.  Það er heróín & kókaín, minnir mig.  Eða heróín og amfetamín.  Manstu hvað ég sagði um að blanda saman efnum?  Hann var eitthvað að flýta ser í kirkjugarðinn. 

Bandaríska leikkonan Judy Garland var 47 ára þegar hún lést í Lundúnum af of stórum skammti árið 1969.

Secobarbital sodium, segir wiki.  Ekki er mér fullljóst hvað það er, en það var ekki súkkulaði, og ekki heldur heróín. 

Whitney Houston, 48 ára, fannst látin í baðkari á  Beverly Hilton-hótelinu 2012.

Orsök:  Benadryl, Xanax, marijuana and Flexeril.  Það er, í röð: ólyfsseðilsskylt antihistamín, geðlyf, lystaraukandi & vöðvaslakandi.

Ekki blanda saman efnum. 

Heath Ledger, 28 ára, lést í íbúð sinni árið 2008 af banvænni lyfjablöndu.

Ekkert af því var of stór skammtur.  Allt talið saman var ekki einu sinni of stór skammtur.  Efnin harmóneruðu bara ekki betur saman en þetta.   Við skulum telja: 1: oxycodone, 2: hydrocodone, 3: diazepam (AKA Valium), 4: temazepam, 5: alprazolam & 6: doxylamine. 

Marilyn Monroe, 36 ára, lést af of stórum skammti lyfja árið 1962.

Chloral Hydrate & Nembutal.  Með vilja gert, af hennar hálfu. 

River Phoenix, 23 ára,

Sama og Belushi.

 Ekki kenna heróíni um allt.  Fólk gerir þetta við sig sjálft. 


mbl.is Heróín þýðir dauði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein, Morfínlyf eru ekki svo varasöm ef fólK er ekkI addictive personality type og ef fólk passar sig að nota þetta ekki of marga daga í röð án þess að taka pásu. Subuxone morfín fráhvarfslyfið sem gefið er á Vogi og víðar er einna verst af þessu öllu. Svo slæmt að sumstaðar er bara farið að gefa fíklunum morfín eða heróín í staðinn fyrir Subuxone og Metadon því það er einfaldlega miklu hollara :)

maggi220 (IP-tala skráð) 6.2.2014 kl. 16:10

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er allt mjög varasamt stöff sem best er að nota í hófi, og jafnvel þá sem minnst.

Málið er að stundum er þetta bara það besta sem býðst.

Svo þegar menn eru farnir að dunda sér við að búa til einhverjar afleiður út af einhverju tabúi... fólk þarf bara að stoppa, gefa sér þetta korter til þess að hugsa, og framkvæma svo.

Það hefur ekki verið gert ennþá.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.2.2014 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband