Hvað kostar að gefa út bók?

Ódýrasta kilja, í 1000 eintökum (svona sirka, þú færð aldrei nákvæmlega 1000 eintök) var ~450.000, eða 450 kr á eintakið.  Minnir mig.  Að prenta 500 eintök er ekkert það mikið ódýrara.  Að prenta 500 eintökum meira er ekkert það mikið dýrara.  Að prenta hardcover er næstum tvöfalt dýrara.

Þá þarf hvert eintak að kosta 1000 kall út úr búð bara til að koma út nokkurnvegin á sléttu, gefið að öll eintökin seljist.  Og ef þú heitir ekki Arnaldur Indriða, þá selur þú ekki mörg eintök.

Það er söluskattur, sendingarkostnaður (þó þú labbir með þær út myndast samt kostnaður), stundum lagerkostnaður osfrv.

Að gefa út rafbók kostar sömu vinnu, nema að maður þarf ekkert að baksa við að ná í upplagið, því það er ekkert upplag.

Rafbók þarf bara að kosta rétt nóg til að útgefandinn hafi efni á að halda úti síðunni.  Vegna þess að það er ekkert ókeypis.

Þannig að þetta er dýrt hobbý. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband