Ríkisstarfsmenn framleiða ekki

Þeir eru þvert á móti afætur.  Í raun eru þeir verri en atvinnulausir, stundum bara vegna þess að þeir tappa meiri pening af launþegum, sem fer allt í ekkert, en líka oft vegna þess að þeir beinlínist standa í vegi fyrir framleiðni.

Sú iðja er írónískt oft betur launuð en venjuleg ríkisstarfssemi.

Því færri sem möppudýrin eru, því betra. 


mbl.is Menn leiddir til efnahagslegrar aftöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bull er þetta! Um 50 til 60% af ríkisstarfsmönnum eru heilbrigðisstarfsmenn.  Að kalla þá afætur segir okkur meira um þig en þá. Og um 10% þeirra eru löggæslumenn og starfsmenn landhelgisgæslunar. Um síðan eru örugglega um 20 til 30% kennarar í framhaldsskólum, háskólum og sérskólum.  Allir starfsmenn sem starfa í ráðuneytunum eru um 500 alls. Og menn sem eru að kvarta yfir að fá svör og þjónustu frá ráðuneytnum seint ættu að hugsa hvernig þetta verður þegar þeim er fækkað enn frekar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.2.2014 kl. 17:38

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. gleymdi að segja auðvita eru heilbrigðisstarfsmenn að leggja til verðmæti m.a. í að tryggja að fólk komist aftur á vinnumarkaðinn. Og eins með aðrar stéttir í opinbera greiranum sem sjá m.a. um að skammta út skattfé okkar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.2.2014 kl. 17:39

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég vissi ekki að heilbrigðisstarfsemin færi fram í stjórnarráðinu.

Og ég persónulega býst ekki við svörum frá ráðuneytum, svona almennt. Bara rukkunum eða reglugerðum.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.2.2014 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband