Kláraði að lesa LoveStar

Þessi er full af áhugaverðum hugmyndum, sem höfundur er ekkert að vinna neitt úr.  Hún á góða spretti, hér og þar, en er mestmegnis samhengislaus.

Plottið er frekar ó-áhugavert, en sögusviðið er það.

Það virðist ekki vera nein uppbygging - það er bara flakkað um í tíma af handahófi, sem kemur stundum út eins og afleiðing komi á undan orsök (sem hefði bara ekkert verið úr takti við annað í sögunni) og milli persóna, líka nánast af handahófi.

Það er svo margt þarna sem var bara til að gera söguna lengri.  Eins og Mikkarnir.  Jú, þeir eru skoplegir, en það er líka það eina.  Þeir eru kynntir til sögunnar, og svo endar sagan, án þess að þeir hafi gert annað en að vera efniviður í örfáa brandara.

Ég hef lesið svipaða hluti á Bewildering, en styttri og hnitmiðaðri. Betri.

Skemmtilegu partarnir eru flestir algert aukaatriði sem má missa sín, og meira en helmingur þess sem má ekki missa sin er leiðinlegt - ágætlega skrifað, en draugleiðinlegt.

Myndi ég mæla með bókinni?

Nei, eiginlega ekki.

Unnendur vísindaskáldskapar ættu að leita annað, vegna þess að þetta er ekki mjög gott sci-fi.  Það eru til margar betri furðusögur en þetta.  Gangandi Íkorni, td. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband