Ég heyrði þessa spurningu í útvarpinu áðan, og í því sambandi töluðu þulirnir mikið um þetta "vinstrisinnaða gáfumenni."
Ég velti þessu aðeins fyrir mér, og ég bjó til kenningu, byggða á þessum rökum:
Hvað er vinstrisinnað gáfumenni? Maður sem les Marx, Engels, Lenín, Maó... tekur mark á þeim. Sér ekkert athugavert við það sem þeir láta frá sér. Maður sem lætur ekki reynzluna af þeirra opus magnum angra sig.
Sem sagt, maður sem er ekkert að láta raunveruleikann þvælast fyrir sér. Maður sem gleypir hráa þá vitleysu sem honum finnst hljóma vel. Sem sagt, maður sem er ekkert sérlega gáfaður.
Það vill svo til að veruleikafyrrtir menn eiga erfiðara með að fá og halda vinnu en aðrir. Ekki það að vinstrisinnaðir gáfumenn séu mikið fyrir að vinna, né helst þeim vel á pening, enda fjármagna þeir fúsir hryðjuverkamenn í palestínu (eða þvinga aðra til þess, sbr verk fyrri ríkisstjórnar.)
Sem sagt, vinstrisinnaði gáfumaðurinn er hálfviti sem á engan pening.
Sem sagt, hann hefur ekki efni á rakvél, og þó hann fengi eina gefins, kynni hann ekki að nota hana.
Og þess vegna eru vinstrimenn frekar skeggjaðir en hægrimenn.
Af hverju eru þá til skeggjaðir hægri-sinnar?
Fyrir lúkkið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:30 | Facebook
Athugasemdir
Góður!
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.