22.2.2014 | 17:07
Hvað er það miðað við ekna kílómetra?
Við verðum að gúgla það sérstaklega.
En, berum asman USA & iskland, út frá þessu:
Í USA eru 797 bílar á hverja 1000 íbúa, (2010)
Á Íslandi eru 745/1000.
Dauðsföll í umferðinni í USA eru 14/100.000 íbúa
Á Íslandi eru 6/100.000.
Getum við af þessu ályktað að bandatríkjamenn keyri amk tvöfalt lengra en Íslendingar. Þetta er snúnara að skoða, en á að vera hægt.
Tölur frá USA er ekkert mál aðp finna: https://www.fhwa.dot.gov/ohim/onh00/bar8.htm
skv Federal Highway Admin þá ekur meðal-kaninn ~13.400 mílur á ári. Það gera ~21.500 km.
Til að fá grófa tölu fyrir Ísland þarf að beita hundakúnstum:
Við förum á Bílasölur .is, og finnum af handahófi 3 bíla, segjum 10 ára gamla, 1 jeppa, 1 lítinn fólksbíl og 1 miðlungs fólksbíl, af algengustu sort, segjum: Mitsubishi Pajero, VW Golf & Toyota Avensis. Bara fimmta á listanum, til að taka ekki bara þaðnn ódýrasta:
Pajero: 282.000
Golf: 127.000
Avensis: 325.000 (ég er aldrei að fara að fá neitt sem lýkist réttum tölum úr þessu, er það?)
Meðaltal: 245.000, eða 24K á ári. Sem er örugglega kolröng tala, en samt ekki nema svona 5000 km frá þeirri réttu. Kannski. Aðferðin er, ég viðurkenni, mjög "iffy." Úrtakið er til dæmis engan vegin nógu stórt hjá mér, en glætan að ég nenni að reikna þetta betur út.
Þetta má alveg skoða dýpra.
Hvar er umferðin hættulegust? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.