Kíkjum í pakkann, bálk II

Höldum áfram þar sem frá var horfið, í leit okkar að því sem gerir ESB svo eftirsóknarvert meðal sósíalista.

Í fyrsta bálkinum var í stysta máli sagt að ESB væri aðili að nokkrum mannréttindasáttmálum, sem allir geta svosem gerst aðilar að, ef þeir hafa geð í sér til þess gerast réttarríki, og í það minnsta fela það þegar þeir misþyrma dvergum og hommum. 

Annar bálkur segist fjalla um meginreglur lýðræðis.

*** 

9. gr.
Sambandið skal í allri starfsemi sinni virða meginregluna um jafnrétti borgara sinna sem skulu njóta
jafnræðis við afgreiðslu hjá stofnunum, aðilum, skrifstofum og sérstofnunum þess. Sérhver ríkisborgari aðildarríkis skal vera borgari Sambandsins. Sambandsborgararéttur skal koma til viðbótar við ríkisborgararétt í aðildarríki og kemur ekki í stað hans.

  

***

 

Það gerir þig ekki að heimsborgara að vera í ESB.

 

***

 

10. gr.
1. Starfshættir Sambandsins skulu byggjast á fulltrúalýðræði.

 

***

 

En ekki beinu lýðræði?  Þess vegna er Sviss ekki í þessu. 

 

*** 

 

2. Beinir fulltrúar borgaranna á vettvangi Sambandsins sitja á Evrópuþinginu.
Þjóðhöfðingjar eða leiðtogar ríkisstjórna aðildarríkjanna eru fulltrúar ríkja sinna í leiðtogaráðinu en
ríkisstjórnir þeirra eru fulltrúar þeirra í ráðinu, og bera lýðræðislega ábyrgð, annaðhvort gagnvart
þjóðþingum sínum eða borgurum.

 

***

 

Lýðræðisleg ábyrgð?  Sá sem hefur fjölmiðlana með sér, hann ber minnsta ábyrgð, semsagt.  Vegna þess að fólk er rollur.

 

***

 

3. Sérhver borgari skal hafa rétt til þátttöku í lýðræðislegu starfi innan Sambandsins. Ákvarðanir
skulu teknar á eins opinn hátt og eins nálægt borgurunum og kostur er.

 

***

 

En fjandinn hirði hann ef hann reynir að nota þann rétt. 

 

***

 

4. Stjórnmálaflokkar á Evrópuvettvangi stuðla að því að móta evrópska stjórnmálavitund og tjá vilja

borgara Sambandsins. 

 

***

 

Ha?

 

***

 

11. gr.
1. Stofnanirnar skulu, með viðeigandi hætti, gefa borgurunum og hagsmunasamtökum kost á að
koma skoðunum sínum á framfæri og skiptast opinberlega á skoðunum á öllum þeim sviðum sem
Sambandið starfar á.

 

***

 

Eru pólitíkusarnir alveg vissir um að þeir vilji það?  Eh, kannski... ef þetta er eins og hér, þá verða allar skoðanir bara hunsaðar ef þær henta ekki viðeigandi stefnu. 

 

*** 

 

2. Stofnanirnar skulu eiga í opnum, gagnsæjum og reglulegum skoðanaskiptum við hagsmunasamtök og hið borgaralega samfélag.

3. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skal hafa víðtækt samráð við hlutaðeigandi aðila til að tryggja að aðgerðir Sambandsins einkennist af samræmi og gagnsæi.  

***

 

... það væri nú írónískt í meira lagi ef Samfylkingin lenti í einhverjum vandræðum með ESB út af þessari grein.  Sem ég sé fyrir mér að gerðist korter eftir inngöngu. 

 

*** 


4. Hópur Sambandsborgara, sem eru ríkisborgarar í umtalsverðum fjölda aðildarríkja og að minnsta
kosti ein milljón að tölu, getur tekið það frumkvæði að óska eftir því við framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins að hún leggi fram, innan ramma valdheimilda sinna, hvers konar viðeigandi tillögu varðandi málefni þar sem borgararnir telja að réttarheimild Sambandsins þurfi til framkvæmdar sáttmálunum.

Ákveða skal nauðsynlega málsmeðferð og skilyrði vegna slíks borgaralegs frumkvæðis í samræmi við fyrstu málsgrein 24. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, 

 

***

 

Ein milljón... Íslendingar eru... ekki ein milljón.

 

***

 

12. gr.
Þjóðþingin hafa virku hlutverki að gegna við að tryggja fullnægjandi starfshætti Sambandsins þar sem þau:
a) taka við upplýsingum frá stofnunum Sambandsins og drögum að lagagerðum Sambandsins í
samræmi við bókun um hlutverk þjóðþinga í Evrópusambandinu,
b) sjá til þess að dreifræðisreglan sé virt í samræmi við málsmeðferðina sem kveðið er á um í bókun um beitingu dreifræðisreglunnar og meðalhófsreglunnar,
c) taka þátt, innan ramma svæðis frelsis, öryggis og réttlætis, í mati vegna framkvæmdar á stefnum
Sambandsins á svæðinu, í samræmi við 70. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, og
koma að pólitísku eftirliti með Evrópulögreglunni (Europol) og mati á starfsemi Evrópsku
réttaraðstoðarinnar (Eurojust) í samræmi við 88. og 85. gr. þess sáttmála,
d) taka þátt í endurskoðunarmeðferðum sáttmálanna í samræmi við 48. gr. þessa sáttmála
e) taka við tilkynningum um umsóknir um inngöngu í Sambandið í samræmi við 49. gr. þessa
sáttmála,
f) taka þátt í þingmannasamstarfi milli þjóðþinganna og við Evrópuþingið í samræmi við bókun um hlutverk þjóðþinga í Evrópusambandinu. 

 

*** 

 

Það var og. 

Í ljósi þess sem stendur í Bálki II, vil ég leyfa mér að efast um að yfirstjórn samfó hafi lesið sáttmálann.  Sem útskýrir af hverju þeir eru alltaf að gaspra um að fá að kíkja í pakkann.

Það er nefnilega visst lýðræðislegt ferli þarna, stundum.  Og þeir eru ekki beint fyrir svoleiðis lagað.  Og ekki veit ég hvernig gengur ef þeir gerast uppvísir að vísvitandi brotum á samningnum. 

En hvað um það, tökum III bálk fyrir næst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband