6.3.2014 | 16:33
Pakkinn, ennþá, 302 síður eftir enn:
Pakkinn er hér í heild sinni, fyrir þá sem vilja kíkja í hann: http://www.evropustofa.is/fileadmin/Content/Publications/PDFs/Lissabon-heildarskjal.pdf
***
17. gr.
1. Framkvæmdastjórnin skal vinna að almennum hagsmunum Sambandsins og taka viðeigandi
frumkvæði í því skyni. Hún skal tryggja beitingu sáttmálanna sem og ráðstafana sem stofnanirnar gera samkvæmt þeim. Hún skal hafa umsjón með beitingu laga Sambandsins undir eftirliti Dómstóls Evrópusambandsins. Hún skal hafa með höndum framkvæmd fjárlaga og stýra áætlunum. Hún skal gegna samræmingar- og stjórnunarhlutverki og fara með framkvæmdavald eins og mælt er fyrir um í sáttmálunum. Hún skal tryggja fyrirsvar Sambandsins gagnvart ríkjum utan þess nema að því er varðar sameiginlega stefnu í utanríkis- og öryggismálum og önnur tilvik sem kveðið er á um í sáttmálunum.
Hún skal eiga frumkvæði að gerð árlegra áætlana Sambandsins og áætlana þess til margra ára með það í huga að gera samstarfssamninga milli stofnana.
2. Lagagerðir Sambandsins má einungis samþykkja að tillögu framkvæmdastjórnarinnar nema
kveðið sé á um annað í sáttmálunum. Aðrar gerðir skulu samþykktar að tillögu
framkvæmdastjórnarinnar ef kveðið er á um það í sáttmálunum.
3. Skipunartími framkvæmdastjórnarinnar skal vera fimm ár.
Framkvæmdastjórar skulu valdir úr hópi fólks sem er óvefengjanlega öðrum óháð á grundvelli
almennrar hæfni sinnar og stuðnings við evrópskan málstað.
Framkvæmdastjórnin skal vera algjörlega óháð öðrum við skyldustörf sín. Með fyrirvara um ákvæði 2.
mgr. 18. gr. mega framkvæmdastjórar í störfum sínum hvorki leita eftir né taka við fyrirmælum frá
ríkisstjórnum eða frá annarri stofnun, aðila, skrifstofu eða einingu. Þeir skulu ekki gera neitt það sem
ósamrýmanlegt er skyldum þeirra eða störfum.
4. Í framkvæmdastjórninni, sem skipuð er milli gildistökudags Lissabon-sáttmálans og 31. október
2014, skulu eiga sæti einn ríkisborgari frá hverju aðildarríki, þ.m.t. forseti hennar og æðsti talsmaður
stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum sem skal vera einn af varaforsetum hennar.
5. Frá 1. nóvember 2014 skal fjöldi framkvæmdastjóra, að meðtöldum forseta
framkvæmdastjórnarinnar og æðsta talsmanni stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum,
samsvara tveimur þriðju hlutum aðildarríkjanna nema leiðtogaráðið ákveði einróma að breyta þeirri
tölu.
Framkvæmdastjórar skulu valdir úr hópi ríkisborgara aðildarríkjanna á grundvelli kerfis sem tryggir að aðildarríkin skiptist að öllu leyti jafnt á og endurspeglar lýðfræðilega og landfræðilega stöðu
aðildarríkjanna. Kerfinu skal komið á með einróma ákvörðun leiðtogaráðsins í samræmi við 244. gr.
sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins.
6. Forseti framkvæmdastjórnarinnar skal:
a) setja fram viðmiðunarreglur um störf framkvæmdastjórnarinnar,
b) ákveða innra skipulag framkvæmdastjórnarinnar, tryggja að framganga hennar einkennist af
samræmi, skilvirkni og að hún tali einum rómi,
c) skipa varaforseta, aðra en æðsta talsmann stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum, úr
hópi framkvæmdastjóranna.
Framkvæmdastjóri skal segja af sér að kröfu forseta. Æðsti talsmaður stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum skal segja af sér, að kröfu forseta, í samræmi við málsmeðferðina sem sett er fram í 1. mgr. 18. gr.
7. Að teknu tilliti til kosninga til Evrópuþingsins og að höfðu viðeigandi samráði skal leiðtogaráðið
leggja fyrir Evrópuþingið tillögu, sem samþykkt hefur verið með auknum meirihluta, um tilnefningu í
stöðu forseta framkvæmdastjórnarinnar. Sá, sem tilnefndur er, skal kosinn af Evrópuþinginu með
stuðningi meirihluta allra þingmanna. Hljóti hann ekki tilskilinn meirihluta skal leiðtogaráðið innan
mánaðar leggja fram tillögu um nýjan frambjóðanda, sem samþykkt hefur verið með auknum
meirihluta, og skal hann kosinn af Evrópuþinginu í samræmi við sömu málsmeðferð.
Ráðið skal með samhljóða samkomulagi við kjörinn forseta samþykkja skrá yfir aðra þá sem það leggur til að verði skipaðir framkvæmdastjórar. Þeir skulu valdir á grundvelli tillagna frá aðildarríkjunum í samræmi við viðmið annars undirliðar 3. mgr. og annars undirliðar 5. mgr.
Evrópuþingið verður að samþykkja forsetann, æðsta talsmann stefnu Sambandsins í utanríkis- og
öryggismálum og hina framkvæmdastjórana sem eina heild í atkvæðagreiðslu. Á grundvelli þessa
samþykkis skal leiðtogaráðið skipa framkvæmdastjórnina með auknum meirihluta.
8. Framkvæmdastjórnin skal bera ábyrgð gagnvart Evrópuþinginu sem ein heild. Í samræmi við 234.
gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins getur Evrópuþingið greitt atkvæði um
vantrauststillögu á framkvæmdastjórnina. Ef slík tillaga er samþykkt skal framkvæmdastjórnin segja af sér sem heild og æðsti talsmaður stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum skal segja af sér því starfi sem hann gegnir innan framkvæmdastjórnarinnar.
***
Viðurkennið það bara, þið nenntuð ekki að lesa þetta.
***
18. gr.
1. Leiðtogaráðið skal skipa æðsta talsmann stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum með
ákvörðun sem tekin er með auknum meirihluta og með samþykki forseta framkvæmdastjórnarinnar.
Leiðtogaráðið getur bundið enda á skipunartíma talsmannsins með sömu málsmeðferð.
2. Æðsti talsmaðurinn skal framfylgja sameiginlegri stefnu Sambandsins í utanríkis- og
öryggismálum. Hann skal með tillögum sínum stuðla að þróun þeirrar stefnu og framfylgja henni í
umboði ráðsins. Hið sama á við um sameiginlega stefnu í öryggis- og varnarmálum.
3. Æðsti talsmaðurinn skal veita utanríkismálaráðinu forstöðu.
4. Æðsti talsmaðurinn skal vera einn af varaforsetum framkvæmdastjórnarinnar. Hann skal tryggja
samræmi í aðgerðum Sambandsins gagnvart ríkjum utan þess. Hann skal bera ábyrgð, innan
framkvæmdastjórnarinnar, á þeim sviðum er heyra undir hana og varða samskipti við ríki utan
Sambandsins sem og á samræmingu annarra þátta í aðgerðum Sambandsins gagnvart ríkjum utan þess.
Æðsti talsmaðurinn skal, að því er varðar þessar skyldur innan framkvæmdastjórnarinnar, og aðeins þær, vera bundinn af verklagsreglum framkvæmdastjórnarinnar, að því marki sem slíkt samrýmist 2. og 3. mgr.
***
19. gr.
1. Dómstóll Evrópusambandsins skal samanstanda af Evrópudómstólnum, Almenna dómstólnum og
sérdómstólunum. Hann skal sjá til þess að túlkun og beiting sáttmálanna sé í samræmi við lög.
Aðildarríkin skulu leggja til fullnægjandi úrræði til að tryggja skilvirka réttarvernd á þeim sviðum sem
falla undir lög Sambandsins.
2. Dómstóll Evrópusambandsins skal skipaður einum dómara frá hverju aðildarríkjanna. Hann skal
njóta aðstoðar lögsögumanna.
Almenni dómstóllinn skal skipaður a.m.k. einum dómara frá hverju aðildarríkjanna.
Dómarar og lögsögumenn Dómstóls Evrópusambandsins og dómarar Almenna dómstólsins skulu
kjörnir úr hópi fólks sem er óvefengjanlega öðrum óháð og uppfyllir skilyrði 253. og 254. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins. Þeir skulu skipaðir til sex ára með samhljóða samkomulagi ríkisstjórna aðildarríkjanna. Heimilt er að endurskipa dómara og lögsögumenn sem láta eiga af störfum.
3. Dómstóll Evrópusambandsins skal, í samræmi við sáttmálana:
a) dæma í málum sem aðildarríki, stofnanir, einstaklingar eða lögaðilar höfða,
b) kveða upp forúrskurði, að beiðni dómstóla í aðildarríkjunum, um túlkun laga Sambandsins eða
lögmæti gerða sem stofnanirnar hafa samþykkt,
c) dæma í öðrum málum sem kveðið er á um í sáttmálunum.
***
Við munum kynnast þessu vel ef við göngum í bandalagið. Mjög vel, ef ég þekki mitt fólk rétt.
***
IV. BÁLKUR
ÁKVÆÐI UM AUKNA SAMVINNU
(bara ein grein)
20. gr.
1. Aðildarríki, sem óska eftir því að koma á aukinni samvinnu sín á milli á sviðum þar sem
Sambandið fer ekki með fullar valdheimildir, geta nýtt sér stofnanir þess og viðkomandi valdheimildir
með því að beita viðeigandi ákvæðum sáttmálanna, með þeim takmörkunum og í samræmi við það
ítarlega fyrirkomulag sem mælt er fyrir um í þessari grein og í 326.-334. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins.
Aukin samvinna skal miða að því að vinna að markmiðum Sambandsins, vernda hagsmuni þess og
styrkja samrunaferli þess. Samvinna af þessu tagi skal ávallt opin öllum aðildarríkjum í samræmi við
328. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins.
***
2. Ákvörðun um að heimila aukna samvinnu skal tekin af ráðinu sem lokaúrræði þegar komið hefur í
ljós að Sambandið sem heild getur ekki náð markmiðum slíkrar samvinnu innan hæfilegs tíma og að því tilskildu að a.m.k. níu aðildarríki taki þátt í henni. Ráðið skal taka ákvörðun í samræmi við 329. gr.
sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins.
***
A.m.k 9? Af hverju ekki t.d. bara 2? efur þessi grein nokkurntíma verið virkjuð?
***
3. Öllum, sem eiga sæti í ráðinu, er heimilt að taka þátt í umræðum en einungis fulltrúar
aðildarríkjanna, sem taka þátt í hinni auknu samvinnu, skulu greiða atkvæði. Reglur um
atkvæðagreiðsluna koma fram í 330. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins.
4. Gerðir, sem samþykktar eru innan ramma aukinnar samvinnu, skulu aðeins vera bindandi fyrir þau
aðildarríki sem taka þátt í henni. Þær skulu ekki teljast hluti þeirra réttarreglna sem umsóknarlönd þurfa að samþykkja vegna inngöngu í Sambandið.
***
Vá... þungt í vöfum, þetta. Væri líklega auðveldara að redda málunum bara á einig spýtur.
***
V. BÁLKUR
ALMENN ÁKVÆÐI UM AÐGERÐIR SAMBANDSINS GAGNVART RÍKJUM UTAN ÞESS
OG SÉRTÆK ÁKVÆÐI UM SAMEIGINLEGA STEFNU Í UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁLUM
1. KAFLI
ALMENN ÁKVÆÐI UM AÐGERÐIR SAMBANDSINS GAGNVART RÍKJUM UTAN ÞESS
***
21. gr.
1. Framganga Sambandsins á alþjóðavettvangi skal samrýmast þeim meginreglum sem voru hvatinn
að tilurð þess, uppbyggingu og stækkun og sem það leitast við að halda á lofti gagnvart umheiminum: lýðræði, réttarríkinu, algildum og ósundurgreinanlegum mannréttindum og mannfrelsi, virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnræðisreglunni og meginreglunni um samstöðu sem og virðingu fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti.
***
Ég ætla innilega að vona að þið skiljið öll þessi löngu orð. Það gæti verið til of mikils mælst...
***
Sambandið skal leitast við að koma á tengslum og samstarfi við þriðju lönd og alþjóðlegar,
svæðisbundnar eða hnattrænar stofnanir sem fylgja þeim meginreglum sem um getur í fyrstu undirgrein.
Það skal hvetja til marghliða lausna á sameiginlegum vandamálum, einkum á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna.
***
Marghliða lausnir?
***
2. Sambandið skal móta og framfylgja sameiginlegum stefnum og aðgerðum og vinna að
umfangsmiklu samstarfi á öllum sviðum alþjóðatengsla með það fyrir augum að:
a) standa vörð um gildi sín, grundvallarhagsmuni, öryggi, sjálfstæði og áreiðanleika,
b) efla og styðja við lýðræði, réttarríkið, mannréttindi og meginreglur þjóðaréttar,
***
c) varðveita frið, koma í veg fyrir átök og efla alþjóðaöryggi í samræmi við markmið og meginreglur
sáttmála Sameinuðu þjóðanna, meginreglur Helsinki-lokagerðarinnar og markmið
Parísarsáttmálans, þar á meðal þau sem varða ytri landamæri,
***
Varðveita frið, já... sjáu til... Og enn eru það þessir sáttmálar. Skoðið þá í góðu tómi. Enginn þarf að vera í ESB til að vera aðili að neinum þeirra, ef svo býr undir.
***
d) styðja við sjálfbæra þróun efnahagsmála, félagsmála og umhverfismála í þróunarlöndunum með
það að meginmarkmiði að útrýma fátækt,
***
Um að gera að potast í málefnum annarra heimsálfa.
***
e) ýta undir samþættingu allra landa inn í efnahagskerfi heimsins, meðal annars með því að aflétta
smám saman höftum á alþjóðaviðskiptum,
***
Uhm... kola & stál bandalagið, einhver?
***
f) aðstoða við mótun ráðstafana á alþjóðavettvangi til að vernda og bæta umhverfið og sjálfbæra stjórnun náttúruauðlinda heimsins í því skyni að tryggja sjálfbæra þróun,
***
Þetta hefur nú þegar verið hressilega misnotað af bankamönnum til þess að kría fram pening.
***
g) aðstoða íbúa, lönd og svæði sem standa frammi fyrir náttúruhamförum eða hamförum af
mannavöldum og
***
h) stuðla að alþjóðlegu kerfi er byggi á öflugri marghliða samvinnu og góðum stjórnunarháttum á
heimsvísu.
***
Væri ekki betra að láta aðra heimshluta í friði?
***
3. Sambandið skal virða þær meginreglur og vinna að þeim markmiðum, sem lýst er í 1. og 2. mgr.,
þegar unnið er að þróun og framkvæmd aðgerða gagnvart ríkjum utan þess, á mismunandi sviðum sem falla undir þennan bálk og fimmta hluta sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, svo og þeirra þátta í öðrum stefnum þess er lúta að ríkjum utan Sambandsins.
Sambandið skal tryggja samræmi milli hinna ýmsu sviða aðgerða þess gagnvart ríkjum utan þess og
milli þeirra og annarra stefna þess. Ráðið og framkvæmdastjórnin skulu tryggja slíkt samræmi með
aðstoð æðsta talsmanns stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum og starfa saman að því markmiði.
***
Já já já, þetta er allt unnið upp úr StarTrek.
Framhald seinna.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.