7.3.2014 | 21:38
Anorexía er geðveiki
- anorexía er ein möguleg birtingarmynd viss geðsjúkdóms sem lýsir sér í allskyns áráttuhegðun. Áráttusjúklingurinn hefur þarna fundið sér eitthvað sem hann hefur stjórn á, að vissu marki, og vill fara með það alla leið, sama hvað.
Þessu verður ekki haldið niðri, kannski í mesta lagi væri hægt að beina áráttunni eitthvað annað. Kannski.
Sá sem hittir anorexíusjúkling og gefur sig á tal við hann mun taka eftir því mjög fljótt að hann er að spjalla við einhvern sem gengur ekki á öllum sílyndrum.
Ég hef ennþá ekki rekist á neitt sem lýkist svona týpu í skáldskap. Vegna þess að blessuð skáldin hafa bara aldrei hitt neinn svona.
Þöggun einkenni átröskun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Með þrotlausri vinnu, ekki einungis þess veika, heldur aðstandenda og vina, er hægt að halda aftur af atröskunarsjúkdómum, en þeir hverfa ekki. Kannski aldrei. Bati þeirra sem „taka sig á" getur verið mjög erfiður og gerir miklar kröfur til allra sem að sjúklingnum standa og það má aldrei kvika frá þeirri vinnu. Þegar sannanlegur árangur hefur náðst, fer annars konar vinna af stað. Það er vinnan við að halda sig við beinu brautina og leyfa ástvinum að vera áfram með til stuðnings.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 8.3.2014 kl. 14:28
Verst það eru ekki til lyf við þessu. En, þau er amk ekki ofbeldisfull.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2014 kl. 17:56
Ég las einhvers staðar um daginn, að einhver lyf sem ég man ekki hver eru, væru notuð á átröskunarsjúklinga með nokkrum árangri.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 8.3.2014 kl. 23:54
Hef ekki heyrt um þau. Hlýtur að vera eitthvað á tilraunastigi. Það er alltaf verið að finna upp eitthvað nýtt.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2014 kl. 15:18
Ég man ekki nafnið á lyfinu, en ég hef oft heyrt það, svo að það er sennilega á markaði. Geðlyf, muni ég rétt.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 10.3.2014 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.