14.3.2014 | 16:34
Höldum áfram að kíkja í pakkann:
Við munum skoða hann allan. Enda er það nauðsyn, segja menn. 253 síður eftir. Þetta mjakast.
***
33. gr.
Ráðinu er heimilt, að tillögu æðsta talsmanns stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum, að skipa sérstakan fulltrúa sem er falið umboð til að vinna að tilteknum stefnumálum. Þessi sérstaki fulltrúi skal sinna þeim skyldum, sem í umboði hans felast, undir stjórn æðsta talsmannsins.
***
Fulltrúi? Bara einn? Hér tíðkast að skipa nefnd.
***
34. gr.
1. Aðildarríkin skulu samræma aðgerðir sínar á vettvangi alþjóðastofnana og á alþjóðaráðstefnum.
Þau skulu halda á lofti afstöðu Sambandsins á þeim vettvangi. Æðsti talsmaður stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum skal skipuleggja þessa samræmingu.
Þegar um ræðir alþjóðastofnanir og alþjóðaráðstefnur án þátttöku allra aðildarríkjanna skulu þau
aðildarríki, sem taka þátt í starfi á þeim vettvangi, halda á lofti afstöðu Sambandsins.
***
So say we all. Eða eitthvað í þá áttina...
***
2. Í samræmi við 3. mgr. 24. gr. skulu aðildarríki, sem eiga fulltrúa hjá alþjóðastofnunum eða á
alþjóðaráðstefnum án þátttöku allra aðildarríkjanna, upplýsa hin aðildarríkin og æðsta talsmanninn um hvert það málefni sem varðar sameiginlega hagsmuni.
Þau aðildarríki, sem einnig eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, hafa samráð sín á milli og
upplýsa hin aðildarríkin og æðsta talsmanninn að fullu. Þau aðildarríki, sem eiga sæti í öryggisráðinu, munu í störfum sínum standa vörð um afstöðu og hagsmuni Sambandsins, sbr. þó skyldur þeirra samkvæmt ákvæðum sáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Þegar Sambandið hefur mótað afstöðu sína til málefnis, sem er á dagskrá öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, skulu þau aðildarríki, sem eiga sæti í öryggisráðinu, fara fram á að æðsta talsmanninum verði boðið að kynna afstöðu Sambandsins.
***
Sem þýðir hvað fyrir öryggisráðið? Að mótmælarétturinn sé sameiginlegur þeim öllum? En þess þarf ekki.
***
35. gr.
Sendi- og ræðisskrifstofur aðildarríkjanna og sendinefndir Sambandsins í þriðju löndum og á
alþjóðaráðstefnum, svo og fulltrúar þeirra hjá alþjóðastofnunum, skulu starfa saman að því að tryggja að ákvörðunum, sem fela í sér skilgreiningu á afstöðu og aðgerðum Sambandsins og sem samþykktar eru í samræmi við þennan kafla, sé fylgt og þeim hrundið í framkvæmd.
Þau skulu efla samstarfið með því að skiptast á upplýsingum og leggja sameiginlegt mat á viðfangsefni.
Þau skulu stuðla að því að rétti borgara Sambandsins til verndar á yfirráðasvæði þriðju landa, sbr. c-lið 2. mgr. 20. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, sé framfylgt og að ráðstafanir, sem gerðar eru í samræmi við 23. gr. þess sáttmála, komist til framkvæmda.
***
Já já já, þeir ætla að vinna saman.
***
36. gr.
Æðsti talsmaður stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum skal hafa reglulegt samráð við
Evrópuþingið um helstu þætti og grundvallarvalkosti sameiginlegrar stefnu í utanríkis- og
öryggismálum og sameiginlegrar stefnu í öryggis- og varnarmálum og upplýsa það um þróun þessara stefna. Hann skal tryggja að tekið sé tilhlýðilegt tillit til sjónarmiða Evrópuþingsins. Sérstökum fulltrúum kann að verða falið að veita Evrópuþinginu upplýsingar.
Evrópuþinginu er heimilt að beina fyrirspurnum eða tilmælum til ráðsins og æðsta talsmannsins. Tvisvar á ári skulu fara fram umræður í þinginu um það hvernig framkvæmd sameiginlegrar stefnu í utanríkis- og öryggismálum miðar, þ.m.t. sameiginlegri stefnu í öryggis- og varnarmálum.
***
Það verður engin einka-öryggisstefna einhverra ríkja.
***
37. gr.
Sambandinu er heimilt að gera samninga við eitt eða fleiri ríki eða alþjóðastofnanir á sviðum sem heyra undir þennan kafla.
***
Outsourcing!
***
38. gr.
Sérstök stjórnmála- og öryggisnefnd skal, með fyrirvara um ákvæði 240. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, fylgjast með ástandi alþjóðamála á þeim sviðum sem sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum tekur til og taka þátt í mótun stefna með því að leggja álitsgerðir fyrir ráðið að beiðni þess eða æðsta talsmanns stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum, eða að eigin frumkvæði. Nefndin skal einnig fylgjast með framkvæmd þeirra stefna sem samþykktar hafa verið, sbr. þó valdheimildir æðsta talsmannsins.
***
Hljómar mjög möppudýralega.
***
Stjórnmála- og öryggisnefndin skal innan gildissviðs þessa kafla annast, á ábyrgð ráðsins og æðsta
talsmannsins, pólítískt eftirlit og stefnumarkandi stjórn þeirra hættustjórnunaraðgerða sem um getur í 43. gr.
Ráðið getur heimilað nefndinni að taka viðeigandi ákvarðanir í tengslum við hættustjórnunaraðgerð og á meðan hún varir, samkvæmt ákvörðun ráðsins, að því er varðar pólitískt eftirlit og stefnumarkandi stjórn aðgerðarinnar.
***
En við erum ekki enn komin að 43. grein...
***
39. gr.
Ráðið skal, í samræmi við 16. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins og þrátt fyrir 2. mgr. hennar, samþykkja ákvörðun þar sem mælt er fyrir um reglur er varða vernd einstaklinga með hliðsjón af vinnslu persónuupplýsinga á vegum aðildarríkjanna vegna starfsemi sem fellur undir gildissvið þessa kafla, svo og reglur er varða frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Óháð yfirvöld skulu hafa eftirlit með því að þessum reglum sé fylgt.
***
Ég nenni ekki að lesa sáttmálann um starfshætti Evrópusambandsins.
***
40. gr.
Framkvæmd sameiginlegrar stefnu í utanríkis- og öryggismálum skal hvorki hafa áhrif á beitingu
stofnananna á verklagsreglunum né á heimildir þeirra samkvæmt sáttmálunum, til að beita þeim
valdheimildum Sambandsins sem um getur í 3.-6. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins. Á sama hátt skal framkvæmd stefnanna, sem taldar eru upp í þessum greinum, hvorki hafa áhrif á beitingu stofnananna á verklagsreglunum né á valdheimildir þeirra samkvæmt sáttmálunum til að beita valdheimildum Sambandsins samkvæmt þessum kafla.
***
41. gr.
1. Stjórnunarkostnaður, sem til fellur hjá stofnununum vegna framkvæmdar þessa kafla, skal
greiddur af fjárlögum Sambandsins.
***
En ekki bara úr eigin vasa þeirra sem eru í stofnununum þá?
***
2. Rekstrarkostnaður, sem til fellur vegna framkvæmdar þessa kafla, skal einnig greiddur af
fjárlögum Sambandsins, að undanskildum kostnaði af því tagi sem til fellur vegna aðgerða sem tengjast hernaðar- eða varnarstarfi og í tilvikum þar sem ráðið tekur einróma ákvörðun um annað.
Sé kostnaður ekki greiddur af fjárlögum Sambandsins skulu aðildarríkin greiða hann í réttu hlutfalli við verga þjóðarframleiðslu, nema ráðið taki einróma ákvörðun um annað. Aðildarríkjum skal ekki skylt að leggja nokkuð af mörkum til að standa undir kostnaði sem til fellur vegna aðgerða sem tengjast hernaðar- eða varnarstarfi, ef fulltrúar þeirra í ráðinu hafa lagt fram formlega yfirlýsingu í samræmi við annan undirlið 1. mgr. 31. gr.
***
Þegar EB fer í stríð verða aðildarríkin rukkuð miðað við þjóðarframleiðzlu, - jafnvel þó þau komi hvergi nálægt?
Eða hvað?
Ja... þau væru samsek...
***
3. Ráðið skal samþykkja ákvörðun um sérstakar málsmeðferðir til að tryggja með hraði aðgengi að
fjárveitingum af fjárlögum Sambandsins vegna áríðandi fjármögnunar framtaksverkefna innan ramma sameiginlegrar stefnu í utanríkis- og öryggismálum, einkum vegna undirbúningsstarfs fyrir verkefnin sem um getur í 1. mgr. 42. gr. og í 43. gr. Ákvörðun ráðsins skal tekin að höfðu samráði við Evrópuþingið.
Undirbúningsstarf fyrir verkefnin sem um getur í 1. mgr. 42. gr. og í 43. gr., sem ekki er greitt af
fjárlögum Sambandsins, skal fjármagnað úr stofnsjóði, sem myndaður er með framlögum
aðildarríkjanna.
Ráðið skal samþykkja, með auknum meirihluta og að tillögu æðsta talsmanns stefnu Sambandsins í
utanríkis- og öryggismálum, ákvarðanir um:
a) málsmeðferð sem fylgja ber við stofnun og fjármögnun stofnsjóðsins, einkum með tilliti til
fjárhæða sem úthlutað verður til sjóðsins,
b) málsmeðferð sem fylgja ber við stjórnun stofnsjóðsins,
c) málsmeðferð sem fylgja ber við fjármálaeftirlit.
Ef ekki er unnt að greiða fyrir verkefni, sem er skipulagt í samræmi við 1. mgr. 42. gr. og 43. gr., af fjárlögum Sambandsins skal ráðið heimila æðsta talsmanninum að nota sjóðinn. Æðsti talsmaðurinn skal gefa ráðinu skýrslu um framkvæmd þessa umboðs.
***
Þar höfum við það. Klykkjum út með yfirlýsingu um bókun sem fylgir sáttmálanum:
44. Yfirlýsing vegna ákvæða 5. gr. bókunar um Schengen-réttarreglurnar eins og þær hafa
verið felldar inn í ramma Evrópusambandsins
Ráðstefnan bendir á að þótt aðildarríki hafi tilkynnt, skv. 2. mgr. 5. gr. bókunar um Schengen-réttarreglurnar eins og þær hafa verið felldar inn í ramma Evrópusambandsins, að það vilji ekki eiga þátt í tillögu eða framtaksverkefni þá sé hægt að afturkalla tilkynninguna hvenær sem er áður en ráðstöfunin, sem byggist á Schengen-réttarreglunum, er samþykkt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.