3.4.2014 | 23:28
Við vitum þetta, höfum vitað þetta lengi
Björgólfur Jóhannsson,[...] segir að Ísland sé háskattaland þegar tekið sé tillit til greiðslna í lífeyrissjóði.
Líka með tilliti til matvæla, húsnæðis... allra hluta.
Verði lífeyrissjóðum áfram bannað að fjárfesta erlendis muni það leiða til þess að þeir munu á örfáum áratugum eignast verðmæti sem samsvara virði alls atvinnulífs og íbúðarhúsnæðis í landinu.
Hvaða hvaða, ég treysti þeim fyllilega til að tapa því öllu jafnóðum.
Það er með öllu óviðunandi framtíðarsýn,
En bara ein af nokkrum. Og bara í meðallagi möguleg.
Hann benti jafnframt á að útgjöld hins opinbera væru mikil. Af ríkjum innan OECD verði Ísland þriðja hæsta hlutfallinu til opinberrar þjónustu, fjórða hæsta hlutfallinu til heilbrigðismála og hæsta hlutfallinu til menntamála.
Við fáum frekar lítið fyrir þann pening. Og ekki má hagræða. Vegna þess að bara.
Þrátt fyrir þetta er árangurinn lakari en efni standa til.
Kannski ekki *þrátt fyrir*, heldur frekar *vegna þess að*.
Undanfarin ár hefðu skattar verið hækkaðir langt umfram það sem skynsamlegt væri.
Það hefur verið tilhneyging til þess síðan 1944, og jafnvel fyrr.
Þeir gætu valdið alvarlegum skaða í efnahagslífinu og dregið úr þrótti og skilvirkni fyrirtækjanna.
Hvað meinarðu með *gætu?* Þeir hafa þegar valdið miklu tjóni, og eru stöðug hindrun fyrir allt og alla, alltaf.
Nauðsynlegt er að einfalda skattkerfið og leggja áherslu á breiða skattstofna og lægri skatthlutföll og að undanþágur verði sem fæstar.
Alkóhólistum er líka nauðsynlegt að drekka minna, en gera þeir það alltaf?
Einnig verður að lækka útgjöld hins opinbera.
Líkurnar á að það verði gert held ég að nálgist 0.
Já. Ef tillögur hans verða að veruleika, er heimsendir skammt undan.
Ísland er háskattaland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.