Gamlir bílar eru ódýrari

Ég get reiknað þetta:

Fastur kostnaður án tillits til aldurs ökutækis:

Tryggingar: ~50-60.000

Brennivínssjóður AGS: ~20.000 

Bensín: (miðað við 10.000 km á ári, 8-12 l/100) =  200-300.000

Dekk: ~10.000

= 280-380.000

Ökutæki eldri en 10 ára, eða ekin meira en 100.000 fá svo á sig viðhaldskostnað uppá ~30-40.000, sem gerir: 310-420.000 á ári.

Fljótt á litið virðist gamall bíll kosta meira, en þetta er ekki allt:

Nýr bíll kostar pening.  Gefum okkur að hann verði verðlaus á 20 árum, sem er svolítiðp vel af sér vikið, þá kostar meðal-bíll ~3.5 milljónir, eða verðfall um 175.000 á ári, sem fólk þarf þá að safna sér jafnóðum til að eiga fyrir næsta bíl, eða kaupa hann bara á lánum til 7 ára, sem er ~25.000 á mánuði (ekki vitna í mig, ég geri þetta eftir minni) sem gerir 300.000 aukalega á ári.

Gefum okkur að 15 ára tík kosti svona 350.000 kall.  það er raunhæft, á meira að segja að vera ágætis bíll.  Þú endurnýjar hann á ~4 ára fresti, sem er  88K á ári.

Semsagt:

Nýr bíll:  455-680.000 á ári.  Gamall: 398-500.000.  Munurinn er að meðaltali 119.000 árlega, eða 10.000 á mánuði.

Svo, ef þú þarft bíl, veldu þá gamlan, og kauptu þér frekar bjór eða eitthvað fyrir 10.000 kallinn sem sparast. 


mbl.is Nýrri bíla og hærra skilagjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það sem þú sleppir í þessum samanburði þínum, Ásgrímur, er öryggi bíla. Nýr bíll er bæði öruggari og mengar og eyðir minna miðað við sömu stærð eldri bíla. Þessi atriði verða kannski ekki reiknuð til peninga, þó má benda á að hvert slys er dýrt. Bæði fyrir þá sem fyrir því verða en ekki síður fyrir samfélagið.

Það er talið að flestir bílar séu orðnir hættulegir í umferð og óhagkvæmir í rekstri við tólf ára aldur. Auðvitað er þetta ekki algilt, sumir eru betri en aðrir. Hér á landi eru skráð ökutæki vel yfir 200.000 og talið að í umferð sé um 80% þeirra. Til að viðhalda bílaflotanum þannig að öryggis sé gætt, þyrfti að flytja inn á milli 15 og 20.000 bíla á ári. En það dugir þó skammt ef gömlu druslunum er ekki hennt. Því er hið besta mál að hækka skilagjaldið.

Og svona til að setja viðhaldskostnað í eitthvert samhengi, þá er algengt að hver klukkutími á bílaverkstæði kostu hátt í 10.000 krónur. Þá á eftir að greiða fyrir varahluti og ef sérhæfð tæki þarf til viðgerðarinnar, þarf einnig að greiða tímagjald fyrir þau. Það er því ekki hægt að gera mikið við gamlann bíl, ef einungis eru ætlaðar til þess 30 til 40.000 krónur á mánuði. Eitt pústkerfi getur kostað langt á annað hundrað þúsund króna.

En það er auðvitað alltaf gaman að leika sér með stærðfræðina og með vilja auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu sem maður vill, jafnvel þeirri niðurstöðu að ódýrara sé að eiga 15 ára gamla tík en nýlegann bíl. Hinn sári sannleikur er þó kannski allt annar en reiknidæmið segir.

Gunnar Heiðarsson, 7.4.2014 kl. 17:56

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kauptu þá amerískan. Amerískir bílar hafa mengað minna en evrópskir síðan 1978. Þá var blýbens´+ion bannað þar með lögum. Calf. emissions var farið að segja til sín strax 1976.

Annars skiftir þessi mengun hverfandi máli hérna á skerinu. Ef maður passar sig á að vera ekki á dísel, þá er maður mjög umhverfisfriendly.

Öryggið: fyrir kannann aftur var það mikið issue yppúr 1970. Benz & BMW hafa verið með það allt á hreinu síðan 1980, benz jafnvel fyrr.

Japaninn rekur svo lestina, er ekkert farinn að spökulera í því fyrr en 1997, og það sést. Eða reyndar, þá sést ekkert út úr bílunum fyrir innbyggða veltibúrinu.

Þú þarft að komast í kynni við réttu mennina sé ég. Verkstæðiskostnaður hefur aldrei verið mjög hár hjá mér.

Já, og þessar 30-40.000... það er *Á ÁRI.* Hvar í helvíti lætur þú eiginlega gera við bílinn þinn?

Ásgrímur Hartmannsson, 8.4.2014 kl. 17:46

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll aftur.

Ég geri sjálfur við minn bíl, hef gert það alla mína tíð. Kostanaðartalan 30-40 þúsund á mánuði í viðgerðir, er sótt í pistilinn þinn. Þar nefnir þú þennan kostnað og bætir við að það geri 310 - 420 þúsund á ári. Annað hef ég ekki fyrir mér í því.

Sjálfsagt eru til verkstæði sem taka minna á tímann en ég nefndi, en einnig önnur sem taka meira.

Hinu er ég fullkomlega sammála, að amerískir bílar eru að flestu betri en aðrir. Engum bílaframleiðanda öðrum en ameríska Ford hefur tekist að framleiða bíl sem er nærri tvö og hálft tonn á þyngd, með eyðslu innan við 8L/100km. Chrysler og Chevrolet eru skammt þar á eftir.  Mengun amerískra bíla er einnig að jafnaði mun minni en sambærilegra bíla frá öðrum löndum. En vegna þess að þeir nota aðra mæliaðferð en t.d. er notuð innan Evrópu, hefur gengið illa að fá þessa bíla skráða rétt hér á landi og því nokkuð dýrari fyrir vikið.

Bens, BMW og Volvo hafa alla tíð verið leiðandi í öryggi bíla. Þannig kom Volvo fyrst fram með öryggisbeltið, krumpusvæði fyrir árekstur og sterkt búr um farþega.

Gunnar Heiðarsson, 9.4.2014 kl. 18:12

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef viðgerðarkostnaðurinn væri 400.000 á ári, væri heldarkostnaðurinn kominn í ~800.000, ekki ~400.000.

Ég sagði líka (með hjálp ctrl-p): *280-380.000

Ökutæki eldri en 10 ára, eða ekin meira en 100.000 fá svo á sig viðhaldskostnað uppá ~30-40.000, sem gerir: 310-420.000 á ári.*

380 plús 40 jaft og 420. Fattaru?

Ásgrímur Hartmannsson, 12.4.2014 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband