Höldum áfram að kíkja í pakkann:

227 síður eftir!

 

***

 

IV. BÁLKUR
FRJÁLS FÖR FÓLKS, FRJÁLS ÞJÓNUSTUSTARFSEMI OG FRJÁLSIR
FJÁRMAGNSFLUTNINGAR
1. KAFLI
LAUNAFÓLK
45. gr.

1. Frjáls för launafólks skal vera tryggð innan Sambandsins.
2. Umrætt frelsi felur í sér afnám allrar mismununar milli launafólks í aðildarríkjunum sem byggð er á ríkisfangi og lýtur að atvinnu, launakjörum og öðrum starfs- og ráðningarskilyrðum.
3. Með þeim takmörkunum sem réttlætast af allsherjarreglu, almannaöryggi og lýðheilsu felur þetta í sér rétt til þess að:
a) þiggja atvinnutilboð sem raunverulega eru lögð fram,
b) fara að vild í þeim tilgangi um yfirráðasvæði aðildarríkjanna,
c) dveljast í aðildarríki í atvinnuskyni í samræmi við ákvæði í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um
starfskjör ríkisborgara þess ríkis,
d) dveljast áfram á yfirráðasvæði aðildarríkis eftir að hafa starfað þar, með fyrirvara um þau skilyrði
sem framkvæmdastjórnin setur í reglugerðum.

4. Ákvæði þessarar greinar eiga ekki við um störf í opinberri þjónustu. 

 

***

 

Bara jákvætt.

 

***

 

46. gr.

Evrópuþingið og ráðið skulu, í samræmi við almenna lagasetningarmeðferð og að höfðu samráði við efnahags- og félagsmálanefndina, gefa út tilskipanir eða setja reglugerðir með fyrirmælum um
ráðstafanir til að koma á í áföngum frjálsri för launafólks, eins og hún er skilgreind í 45. gr., einkum
með því að:
a) sjá til þess að náið samstarf sé á milli vinnumiðlana í einstökum aðildarríkjum,
b) afnema þá stjórnsýslumeðferð og -venju, svo og hvers konar tímabil sem þarf að vera lokið til að
uppfylla kröfur um ráðningu í starf, sem geta torveldað launafólki að flytjast milli landa, hvort sem
þau eiga sér uppruna í landslöggjöf eða samningum sem áður hafa verið gerðir milli
aðildarríkjanna,
c) afnema hvers konar tímabil sem þarf að vera lokið til að uppfylla kröfur um ráðningu í starf og
aðrar takmarkanir, sem kveðið er á um í landslöggjöf eða áður gerðum samningum milli
aðildarríkjanna og setja launafólki frá öðrum aðildarríkjum önnur skilyrði um frjálst val á atvinnu
en gilda um launafólk hlutaðeigandi ríkis,
d) koma á hentugu skipulagi til að færa saman atvinnutilboð og atvinnuumsóknir og stuðla að
jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á vinnumarkaði með þeim hætti að lífskjörum eða atvinnuástandi á einstökum svæðum eða í einstökum atvinnugreinum sé ekki verulega ógnað. 

 

***

 

Hmm.  Svona var þetta fyrir 2-300 árum.

 

***

 

47. gr.

Aðildarríkin skulu stuðla að gagnkvæmum skiptum á ungu launafólki samkvæmt sameiginlegri áætlun.

 

***

 

Ha?

 

***

 

48. gr.

Evrópuþingið og ráðið skulu, í samræmi við almenna lagasetningarmeðferð, samþykkja þær ráðstafanir á sviði almannatrygginga sem nauðsynlegar eru vegna frjálsrar farar launafólks; þau skulu í þessu skyni gera ráðstafanir til að tryggja farandlaunþegum og sjálfstætt starfandi farandfólki, ásamt þeim sem eru á framfæri þeirra, að:
a) lögð verði saman öll tímabil sem taka ber til greina samkvæmt lögum hinna ýmsu landa til að
öðlast og viðhalda bótarétti, svo og reikna fjárhæð bóta,
b) bætur séu greiddar fólki sem er búsett á yfirráðasvæðum aðildarríkjanna.
Ef aðildarríki sem á sæti í ráðinu lýsir því yfir að drög að lagagerð af því tagi sem um getur í fyrstu
undirgrein myndi hafa áhrif á mikilvæga þætti í almannatryggingakerfi viðkomandi ríkis, þ.m.t.
gildissvið þess, kostnað eða fjárhagslegt skipulag, eða fjárhagslegt jafnvægi kerfisins, getur það farið fram á að málinu verði vísað til leiðtogaráðsins. Í því tilviki skal fresta almennri lagasetningarmeðferð.
Að umræðum loknum skal leiðtogaráðið, innan fjögurra mánaða frá því að frestun er ákveðin,
annaðhvort:
a) vísa drögunum aftur til ráðsins, sem skal rjúfa frestun almennrar lagasetningarmeðferðar, eða

b) gera engar ráðstafanir eða fara fram á það við framkvæmdastjórnina að hún leggi fram nýja tillögu; gerðin, sem tillaga var gerð um í upphafi, telst þá ekki hafa verið samþykkt. 

 

***

 

Svolítið verið að gera Evrópu að einu landi, finnst mér.

 

***

 

2. KAFLI
STAÐFESTURÉTTUR
49. gr.

Innan ramma þeirra ákvæða sem hér fara á eftir er bannað að setja höft á rétt ríkisborgara aðildarríkis til að öðlast staðfestu á yfirráðasvæði annars aðildarríkis. Hið sama gildir einnig um höft á því að ríkisborgarar aðildarríkis, sem hafa staðfestu á yfirráðasvæði einhvers aðildarríkis, setji á stofn umboðsskrifstofu, útibú eða dótturfélag.

Staðfesturéttur felur í sér rétt til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og til að stofna og reka fyrirtæki, einkum félög eða fyrirtæki í skilningi annarrar málsgreinar 54. gr., með þeim skilyrðum sem gilda að landslögum um ríkisborgara þess ríkis þar sem staðfestan er fengin, þó með fyrirvara um ákvæði kaflans um fjármagn. 

 

***

 

Gerir íslenskum fyrirtækjum auðvelt að flýja land.  Sem er gott... fyrir þau.

 

*** 

 

50. gr.

1. Evrópuþingið og ráðið skulu, í samræmi við almenna lagasetningarmeðferð og að höfðu samráði
við efnahags- og félagsmálanefndina, setja tilskipanir um að koma á staðfesturétti í tilteknum
atvinnugreinum.
2. Evrópuþingið, ráðið og framkvæmdastjórnin skulu inna af hendi verkefni sín samkvæmt
undanfarandi ákvæðum, einkum með því að:
a) láta þær atvinnugreinar njóta forgangs þar sem staðfesturéttur stuðlar verulega að þróun í
framleiðslu og viðskiptum,
b) sjá til þess að lögbær yfirvöld í aðildarríkjunum hafi með sér nána samvinnu um að ganga úr
skugga um aðstæður hinna ýmsu atvinnugreina innan Sambandsins,
c) afnema þá stjórnsýslumeðferð eða -venju sem myndu hindra nýtingu staðfesturéttarins ef þeim væri viðhaldið, hvort sem þau eiga sér uppruna í landslöggjöf eða samningum sem áður hafa verið gerðirmilli aðildarríkjanna,
d) tryggja að launafólk frá einu aðildarríki, sem starfar á yfirráðasvæði annars aðildarríkis, geti dvalist þar áfram til að hefja sjálfstæða atvinnustarfsemi, enda fullnægi það öllum skilyrðum sem því bæri að fullnægja ef það væri að koma til ríkisins á þeim tíma sem það hyggst hefja starfsemina,
e) gera ríkisborgara aðildarríkis kleift að eignast og nýta landareignir og byggingar í öðruaðildarríki, svo fremi það brjóti ekki í bága við meginreglurnar 2. mgr. 39. gr.,
f) afnema smám saman höft á staðfesturétti í öllum viðkomandi atvinnugreinum, bæði að því er
varðar skilyrði fyrir því að koma á fót umboðsskrifstofum, útibúum eða dótturfélögum á
yfirráðasvæði aðildarríkis og skilyrði fyrir því að starfsmenn höfuðstöðva getið tekið að sér
stjórnunar- eða eftirlitsstörf í slíkum umboðsskrifstofum, útibúum eða dótturfélögum,
g) samræma eins og þörf krefur þær verndarráðstafanir, sem aðildarríki krefjast af félögum eða
fyrirtækjum í skilningi annarrar málsgreinar 54. gr., til verndar hagsmunum félagsmanna jafnt sem
þriðju aðila, með það fyrir augum að slíkar verndarráðstafanir verði jafngildar alls staðar innan
Sambandsins,

h) ganga úr skugga um að skilyrðum fyrir staðfestu sé ekki raskað með aðstoð sem aðildarríkin veita. 

 

***

 

Ekkert við þetta að athuga.  Ljúkum yfirferðinni með þessu:

 

28. Yfirlýsing vegna ákvæða 98. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins
Ráðstefnan bendir á að beita skal ákvæðum 98. gr. í samræmi við núverandi framkvæmd. Túlka ber setninguna: ,,þörf er á slíkum ráðstöfunum til að bæta upp efnahagslegt óhagræði af völdum skiptingar Þýskalands fyrir atvinnuvegi á tilteknum svæðum Sambandslýðveldisins sem skiptingin snertir" í samræmi við gildandi dómaframkvæmd Dómstóls Evrópusambandsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband