18.4.2014 | 17:22
Alþjóðlegir þjóðernissinnar
Spes. Facebook-síðan þeirra lætur þetta virka svolítið eins og sambland af homma-klúbb og kristilegum samtökum.
Svo eru þeir á móti bæði frjálslyndi og sósíalisma. Hvernig virkar það? Þetta eru semsagt svona "miðju-menn." Framsókn, semsagt.
Ég er ekki viss um að þetta nái langt.
Ungir þjóðernissinnar stofna samtök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þetta er vitlaust þýtt, þetta á ekki að vera "frjálslyndi" heldur "frjálshyggja", sbr. fréttina í Aftenposten:
"- Fred og velstand i Europa krever nasjonalstatenes renessanse. Tradisjonelle verdier i Europa må forsvares mot liberalisme og sosialisme, skriver ungdomspartiene i sin plattform mot globalisering og et «flerkulturelt eksperiment»."
Það væri furðulegt ef þjóðernisflokkarnir á Norðurlöndum og N-Evrópu væri á móti frjálslyndi, því að það eru múslímskir innflytjendur sem eru gagngert andsnúnir öllu frjálslyndi. Liberalism þýðir sem sagt frjálshyggja, ekki frjálslyndi. Ég vona að fréttamaður mbl.is leiðrétti þetta.
Hvað varðar íslenzk orð yfir pólítísk hugtök, þá er íslenzkt mál alveg kolvitlaust. Það er ekki bara liberalism sem er oft á tíðum ranglega þýtt frjálslyndi, heldur er "anarchism" útlagt sem "stjórnleysi", sem er tóm tjara, en hljómar svo vel í eyrum íhaldssamra sósíalista. Anarchistic þýðir bókstaflega "Unstructured" og hefur ekkert með stjórnleysi að gera heldur varðar valdastrúktúrinn í þjóðfélaginu og í raun andúð gegn valdníðslu af hálfu hins opinbera gegn einstaklingum í þjóðfélaginu.
Það er dæmi um hversu sumir Íslendingar eru pólítískt fáfróðir er að ég lenti á einhverri bloggsíðu í rifrildi við einhvern (man ekki hver það var, sennilega heimaalningurinn Ómar Bjarki), sem hélt því fram að "félagsleg frjálshyggja" (social liberalism) væri ekki til, þótt það hafi verið stefna margra stjórnmálaflokka (í útlöndum) áratugum saman, þótt þessi stefna hafi verið í mismunandi afbrigðum, háð hverju þjóðfélagi fyrir sig, en einkennist af að aðhyllast félagslegt velferðar- og heilbrigðiskerfi en samt hafa frjálst framtak, frjást atvinnulíf og samkeppni. Þessi stefna hefur aldrei verið reynd í raun á Íslandi vegna gífurlegrar spillingar, eiginhagsmunagæzlu og pólítísks hugleysis, svo að íslenzkir heimaalningar þekkja hana ekki og halda að þar af leiðandi sé hún ekki til. http://en.wikipedia.org/wiki/Social_liberalism
Pétur D. (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 19:55
Já. Mikið væri ég frekar til í þennan sósíal liberalisma en þessar fjandans 3 tegundir af fasisma og eina af kommúnisma sem við h0fum haft núna áratugum saman.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.4.2014 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.