Kíkjum aftur í pakkann, þó hann sé leiðinlegur:

216 síður eftir:

 

***

 

72. gr.

Þessi bálkur hefur ekki áhrif á það með hvaða hætti aðildarríkin sinna skyldum sem á þeim hvíla að því er varðar lög og reglu og innra öryggi.

 

***

 

Hvað sem það nú þýðir.

 

***

 

73. gr.

Aðildarríkjunum er heimilt að skipuleggja sín á milli og á eigin ábyrgð samstarf og samræmingu milli þar til bærra stjórnsýslustofnana sinna sem bera ábyrgð á þjóðaröryggi, með því fyrirkomulagi sem þau telja viðeigandi.

 

***

 

74. gr.

Ráðið skal samþykkja ráðstafanir til að tryggja samvinnu á sviði stjórnsýslu milli hlutaðeigandi yfirvalda í aðildarríkjunum á þeim sviðum sem falla undir þennan bálk, svo og á milli þessara yfirvalda og framkvæmdastjórnarinnar. Það skal taka ákvörðun að fenginni tillögu framkvæmdastjórnarinnar, með fyrirvara um 76. gr. og að höfðu samráði við Evrópuþingið. 

 

***

 

Torf.

 

***

 

75. gr.

Evrópuþingið og ráðið skulu þegar slíkt er nauðsynlegt til að ná markmiðum 67. gr. um að koma í veg fyrir og berjast gegn hryðjuverkum og áþekkri háttsemi, setja reglugerðir í samræmi við almenna lagasetningarmeðferð sem mæla fyrir um ramma um ráðstafanir á sviði stjórnsýslu vegna
fjármagnsflutninga og greiðslna, s.s. frystingu fjármuna, fjáreigna eða efnahagslegs ávinnings sem
tilheyra, eru í eigu eða í vörslu einstaklinga eða lögaðila, hópa eða aðila annarra en ríkja.
Ráðið skal, að tillögu framkvæmdastjórnarinnar, samþykkja ráðstafanir til framkvæmdar þeim ramma sem um getur í fyrstu málsgrein.

Í gerðunum, sem um getur í þessari grein, skulu einnig vera nauðsynleg ákvæði um lagalega réttarvernd.

 

***

 

Þetta má ekki bara heyra undir almenn hegningarlög?  Af hverju ekki?

 

***

 

76. gr.
Gerðirnar, sem um getur í 4. og 5. kafla, skulu, ásamt þeim ráðstöfunum sem um getur í 74. gr. og
tryggja samvinnu á sviði stjórnsýslu á þeim sviðum sem falla undir þessa kafla, samþykktar:
a) að tillögu framkvæmdastjórnarinnar eða

b) að frumkvæði fjórðungs aðildarríkjanna. 

 

***

 

2. KAFLI
STEFNUR ER VARÐA LANDAMÆRAEFTIRLIT, HÆLISVEITINGAR OG INNFLYTJENDUR


77. gr.

1. Sambandið skal móta stefnu sem miðar að því að:
a) tryggja að ekki sé haft eftirlit með för fólks yfir innri landamæri, óháð ríkisfangi þess,

 

***

 

Uhm... hvað voru þeir að segja um hryðjuverk hér að ofan?

 

*** 

 

b) hafa eftirlit með för fólks yfir ytri landamæri og vakta slíka umferð með skilvirkum hætti,

 

*** 

 

Seinast þegar ég tékkaði var allt slíkt kallað "rasismi" og "fordómar."  Gildir það kannski ekki þegar EB gerir það?

 

*** 

 

c) taka í áföngum upp samþætt kerfi fyrir stjórnun á ytri landamærum.
2. Með tilliti til 1. mgr. skulu Evrópuþingið og ráðið samþykkja, í samræmi við almenna
lagasetningarmeðferð, ráðstafanir varðandi:
a) sameiginlega stefnu um vegabréfsáritanir og önnur dvalarleyfi til skamms tíma,
b) eftirlit sem fólk, sem fer yfir ytri landamærin, þarf að gangast undir,
c) skilyrði sem gilda um frelsi ríkisborgara þriðju landa til ferða innan Sambandsins í stuttan tíma,
d) hverja þá ráðstöfun sem nauðsynleg telst til að taka í áföngum upp samþætt kerfi fyrir stjórnun á
ytri landamærum,
e) það að ekki sé haft eftirlit með för fólks yfir innri landamæri, óháð ríkisfangi þess.
3. Ef aðgerðir af hálfu Sambandsins reynast nauðsynlegar til að auðvelda nýtingu réttarins, sem um
getur í a-lið 2. mgr. 20. gr., og kveði sáttmálarnir ekki á um nauðsynlegar valdheimildir, er ráðinu
heimilt að samþykkja, í samræmi við sérstaka lagasetningarmeðferð, ákvæði varðandi vegabréf,
kennivottorð, dvalarleyfi eða önnur slík skjöl. Ráðið skal taka ákvörðun einróma og að höfðu samráði við Evrópuþingið.
4. Þessi grein hefur ekki áhrif á valdheimildir aðildarríkjanna til að afmarka landamæri sín landfræðilega í samræmi við þjóðarétt. 

 

***

 

Takiði eftir að þei nota alltaf orðið "varðandi" í stað "um?"

 

***

 

78. gr.

1. Sambandið skal móta sameiginlega stefnu um hælisveitingar, viðbótarvernd og bráðabirgðavernd
með það í huga að ríkisborgarar þriðju landa, sem þarfnast alþjóðlegrar verndar, fái viðeigandi stöðu og að fylgt sé meginreglunni um að vísa fólki ekki aftur þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu.
Þessi stefna verður að vera í samræmi við Genfarsáttmálann frá 28. júlí 1951, bókunina um réttarstöðu flóttamanna frá 31. janúar 1967 og aðra viðeigandi sáttmála.
2. Með tilliti til 1. mgr. skulu Evrópuþingið og ráðið samþykkja, í samræmi við almenna
lagasetningarmeðferð, ráðstafanir varðandi samevrópskt hælisveitingakerfi sem felur í sér:
a) samræmda réttarstöðu hælisleitenda, sem gildir í gervöllu Sambandinu, til handa ríkisborgurum
þriðju landa,
b) samræmda réttarstöðu þeirra sem njóta viðbótarverndar, til handa ríkisborgurum þriðju landa sem þarfnast alþjóðlegrar verndar ef þeir fá ekki hæli í Evrópu,

 

***

 

Allt í lagi, en svo kemur þessi:

 

*** 

 

c) sameiginlegt kerfi bráðabirgðaverndar fyrir fólk sem hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín og
heimahaga vegna stórfellds innstreymis flóttamanna
,

 

*** 

 

Það var og.  Slíkt innstreymi flóttamanna mætti alveg skilgreina sem innras, og ætti að bregðast við henni sem slíkri.

 

*** 

 

d) sameiginlega málsmeðferð við veitingu og afturköllun samræmdrar réttarstöðu hælisleitenda eða
þeirra sem njóta viðbótarverndar,
e) viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða aðildarríki skuli taka til meðferðar umsókn um
hæli eða viðbótarvernd,
f) reglur um móttöku hælisleitenda og umsækjenda um viðbótarvernd,
g) samstarf og samvinnu við þriðju lönd með það að markmiði að stýra innstreymi hælisleitenda og
umsækjenda um viðbótarvernd eða bráðabirgðavernd.
3. Ef neyðarástand skapast í einu eða fleiri aðildarríkjum vegna skyndilegs innstreymis ríkisborgara þriðju landa er ráðinu heimilt að samþykkja bráðabirgðaráðstafanir, í þágu hlutaðeigandi aðildarríkis eða aðildarríkja, að tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Ráðið skal taka ákvörðun að höfðu samráði við Evrópuþingið. 

 

***

 

Flókið, og verður sennilega ekki sett í notkun neinsstaðar nema hér.  Því við erum fífl. 

 

***

 

79. gr.

1. Sambandið skal móta sameiginlega innflytjendastefnu með það að markmiði að tryggja skilvirka
stjórn, á öllum stigum, á straumi innflytjenda, sanngjarna meðferð ríkisborgara þriðju landa sem dveljast löglega í aðildarríkjunum og að komið sé í veg fyrir og efldar séu ráðstafanir til að berjast gegn ólöglegum innflutningi fólks og mansali.
2. Með tilliti til 1. mgr. skulu Evrópuþingið og ráðið samþykkja, í samræmi við almenna
lagasetningarmeðferð, ráðstafanir er varða eftirfarandi:
a) komu- og dvalarskilyrði og reglur um útgáfu aðildarríkjanna á vegabréfsáritunum og dvalarleyfum til langrar dvalar, þ.m.t. til handa þeim sem koma til að sameinast fjölskyldum sínum,
b) skilgreiningu á réttindum ríkisborgara þriðju landa sem dvelja löglega í aðildarríki, þ.m.t. skilyrði
fyrir frjálsri för og dvöl í öðrum aðildarríkjum,
c) ólöglegan innflutning fólks og dvöl í leyfisleysi, þ.m.t. brottflutning og heimsendingu fólks sem
dvelur í landi án leyfis,
d) baráttu gegn mansali, einkum þegar konur og börn eiga í hlut.
3. Sambandinu er heimilt að gera samninga við þriðju lönd um endurviðtöku á ríkisborgurum þriðju
landa í upprunalandi þeirra eða landinu sem þeir koma frá ef þeir uppfylla ekki eða uppfylla ekki lengur skilyrði fyrir komu, veru eða dvöl á yfirráðasvæði eins aðildarríkjanna.
4. Evrópuþinginu og ráðinu er heimilt að ákveða ráðstafanir, í samræmi við almenna
lagasetningarmeðferð, til hvatningar og stuðnings aðgerðum aðildarríkjanna með það fyrir augum að stuðla að aðlögun ríkisborgara þriðju landa sem dvelja með löglegum hætti á yfirráðasvæðum þeirra, þó ekki með neins konar samræmingu á lögum og reglum aðildarríkjanna.
5. Þessi grein hefur ekki áhrif á rétt aðildarríkjanna til að ákveða í hvaða mæli þau leyfa komu ríkisborgara þriðju landa, sem koma frá þriðju löndum, inn á yfirráðasvæði sitt til atvinnuleitar, hvort sem um er að ræða launafólk eða sjálfstætt starfandi einstaklinga. 

 

***

 

Magnaðar langlokurnar í þessu.  Tökum eftir að evrópuþingið ræður þessu öllu, ekki stjórnvöld í viðkomandi landi.

 

***

 

80. gr.

Stefnur Sambandsins, sem um er fjallað í þessum kafla, og framkvæmd þeirra falla undir meginregluna um samstöðu og sanngjarna skiptingu ábyrgðar, þ.m.t. kostnaðar, milli aðildarríkjanna. Þegar þörf krefur skulu gerðir Sambandsins, sem samþykktar eru samkvæmt þessum kafla, fela í sér viðeigandi ráðstafanir til að koma þessari meginreglu til framkvæmda.

 

***

 

Næsti kafli er stuttur:

 

***

 

3. KAFLI
DÓMSMÁLASAMSTARF Í EINKAMÁLUM


81. gr.

1. Sambandið skal koma á dómsmálasamstarfi í einkamálum, sem teygja anga sína yfir landamæri, á grundvelli meginreglunnar um gagnkvæma viðurkenningu dóma og ákvarðana í málum utan réttar. Slíkt samstarf getur tekið til samþykktar ráðstafana um samræmingu á lögum og reglum aðildarríkjanna.
2. Með tilliti til 1. mgr. skulu Evrópuþingið og ráðið samþykkja, í samræmi við almenna
lagasetningarmeðferð, ráðstafanir er miða að því að tryggja, einkum þegar slíkt er nauðsynlegt til að
innri markaðurinn starfi sem skyldi:
a) að aðildarríkin viðurkenni með gagnkvæmum hætti dóma og úrskurði í málum utan réttar og
fullnusti þá,
b) að réttarskjöl og utanréttarskjöl séu birt erlendis,
c) að samræmi ríki milli gildandi reglna í aðildarríkjunum varðandi lagaskil og lögsögu,
d) að samstarf sé haft um öflun sönnunargagna,
e) að skilvirkur aðgangur sé að réttarkerfinu,
f) að hindrunum á fullnægjandi framkvæmd í einkamálum verði rutt úr vegi, ef nauðsyn krefur með
því að stuðla að auknu samræmi milli gildandi reglna í aðildarríkjunum um meðferð einkamála,
g) að mótaðar verði fleiri leiðir til að leysa deilumál,
h) að stutt sé við menntun dómara og starfsmanna dómstóla.
3. Þrátt fyrir 2. mgr. skal ráðið ákveða ráðstafanir, í samræmi við sérstaka lagasetningarmeðferð,
varðandi fjölskyldurétt sem hefur áhrif yfir landamæri. Ráðið skal taka ákvörðun einróma og að höfðu samráði við Evrópuþingið.
Ráðinu er heimilt, að tillögu framkvæmdastjórnarinnar, að samþykkja ákvörðun þar sem tilgreindir eru þeir þættir fjölskylduréttar sem hafa áhrif yfir landamæri og heimilt er að samþykkja gerðir um með almennri lagasetningarmeðferð. Ráðið skal taka ákvörðun einróma og að höfðu samráði við
Evrópuþingið.
Tilkynna skal þjóðþingunum um tillöguna sem um getur í annarri undirgrein. Ekki skal samþykkja
ákvörðunina ef þjóðþing hreyfir andmælum innan sex mánaða frá dagsetningu slíkrar tilkynningar. Ráðinu er heimilt að samþykkja ákvörðunina ef enginn hreyfir andmælum. 

 

*** 

 

Ég sé íslensk stjórnvöld í anda framfylgja þessu möglunarlaust.

 

***

 

Ljúkum þessu með yfirlýsingu:

 

***

 

64. Yfirlýsing Hins sameinaða konungsríkis Stóra-Bretlands og Norður-Írlands varðandi
kosningarétt í kosningum til Evrópuþingsins
Breska konungsríkið bendir á að 14. gr. sáttmálans um Evrópusambandið og öðrum ákvæðum sáttmálanna er ekki ætlað að breyta grundvelli kosningaréttar í kosningum til Evrópuþingsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband