24.6.2014 | 20:12
Margt þarna sem vert er að skoða nánar:
"...á undan Bandaríkjunum, sem eru í 21. sæti. Fyrir utan Nýja Sjáland skipa Evrópulönd tíu efstu sætin og eru einnig fjölmörg þar á eftir."
Svo að skilja, að á lista þar sem eru fleiri en 21 hlutur, eru margir hlutir á eftir þeim fyrstu 10?
"...að finna út hvað það sé sem fólk sækist eftir í gjörðum og framkomu ákveðinni landa."
Gjörðum og framkvæmdum landa? Það var og.
"Vandamálið við útreikning vísitölunnar er að hún notast við ákveðinn fjölda gagnasafna sem ná bara til ákveðinna málaflokka."
Alltaf vandamál, en það verður að halda tölunum viðráðanlegum.
" Þannig dettur Ísland niður um þónokkuð mörg sæti þegar kemur að framtíðarhorfum ..."
Pet peeve, ég veit, en hvað er alltaf að koma að öllu?
"Það skilar okkur í 101. sæti almennt varðandi framtíðarhorfur..."
Þetta er ekki góður stíll.
"í heild erum við í efsta sæti þegar kemur að náttúru og loftslagi..."
Hvað kemur að náttúrunni og loftslaginu?
"...og í 15. sæti yfir aðkomu að stöðugleika í heiminum."
Hvað þýðir það eiginlega? Ég er ekki viss um að þetta sé á neinu mennsku máli:
"Aðkoma að stöðugleika?" Er heimkeyrzla að honum? Kannski bílastæði fyrir framan hann?
"15. sæti yfir..." hef ekki heyrt þá málnotkun áður.
Nei, ég hef ekki hugmynd um hvað neitt af þessu þýðir.
Írland er besta land í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.