3.7.2014 | 19:46
Breytið þá reglunum fyrir öll fyrirtækin
Mest vit í því, og ég fæ ekki betur séð en Costco vilji standa fyrir meirihátta bótum hérna.
"vonandi leiði þetta til þess að liðkað verði fyrir meira frelsi í viðskiptum"
Það væri þá tími til kominn. Fyrir alla þá, en ekki bara einhverja fáeina útvalda, að fasistasið. (Fasisti er ekki blótsyrði.)
"Hún vill að byrjað verði á því að skoða hvort að hægt sé að leyfa sölu lausasölulyfja sem ekki eru lyfseðilskyld utan apóteka."
Af hverju er það ekki búið fyrir löngu?
"Unnur segir innflutning á frosnu kjöti aftur á móti snúast um mun stærri spurningar og vera erfiðasta málið af þessum þremur."
Kjöt frá USA inniheldur að öllum líkindum nákvæmlega það sem stendur á pakkningunum, og ekki örveru meir.
Nautakjötið inniheldur ekki snefil af ösnum, hestum, mafíu-informöntum eða rottum, eins og í evrópu, og það mun vissulega innhalda "kjöt," en ekki dularfullt uppfyllingarefni eins og á Íslandi.
Svo, endilega, flytjum inn bandarískt kjöt.
Lögum ekki breytt fyrir eitt fyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.