6.7.2014 | 21:38
Súrrealískt
Valtteri Bottas hjá Williams sló í gegn og varð annar í mark
Bæði?
Hann sagðist undrast þann hraða sem bíll hans bjó yfir í brautinni.
Þetta var alls ekkert hraðskreiður bíll, nei nei, hann bara "bjó yfir hraða." Hvað hann var hinsvegar að gera í brautinni veit ég ekki, né heldur hvernig hann komst þangað. Eru menn alveg vissir um að hann hafi ekki verið *á* henni?
Fram að fyrsta stoppi var hraðinn mjög góður og ég færðist fram á við.
Minn bíll færist líka oftlega fram á við, sérstaklega þegar hann er ekki í bakkgír. Þá ferðast hann nefnilega afturábak
Bottas segir árangur sinn kraftbirtingarform þess að Williamsliðið sé í mikilli framför.
Þetta er sko fokking ljóðrænt. Ekki það að ég botni í merkingunni, en fokking ljóðrænt, maður.
Felipe Massa, varð að hætta keppni á fyrst hring eftir að hafa dregist inn í hið harkalega óhapp Kimi Räikkönen hjá Ferrari.
Dregist inní óhapp? Hvaða hvaða... menn festir saman með streng núna?
Bottas undraðist bílhraðann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.