10.7.2014 | 00:11
Hlýtur að vera sérlega fámenn þjóð
29? Hve stór prósenta er það af heldinni?
Skoðum:
SKV CIA eru vesturbekkingar 2.731.052. Semsagt: 0.0000106%. Eða þar um bil. Og þeim fjölgar um 63.000 á ári.
Sem þýðir, að til þess að þetta virki sem þjóðarmorð, þurfa Ísraelar að ná í napalmið og fara að carpet-bomba, vegna þess að þeir þurfa að salla niður vel meira en 60K manns á ári.
Þjóðarmorð?
Sakar Ísraela um þjóðarmorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Kíktu á þetta myndband. Það útskírir ótrúlega margt sem íslenskan pressan er ekkert að snerta og við skiljum ekki ennþá. Kv, Þorvaldur.
https://www.youtube.com/watch?v=pa_jjQBnfA0&list=UU-ABttxh8uQv_10qmwGaidw#t=502
Þorvaldur (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 15:10
Skv. myndbandinu varaði Ísraelska ríkisstjórnin allan almenning á þessu svæði við árásunum, með von um að geta eyðilagt ákveðin hernaðarskotmörk án þess að glata mannslífum. Þú sendir ekki einhverjum viðvörunarbréf ef þú ætlar að fremja á honum þjóðarmorð. Ísrael er í stríði við hryðjuverkamenn, ekki almenning. Palestínskur almenningur virðist ekki skilja þetta og lítur á sig sem eigandi í stríði við ísraelskan almenning. Foreldrar grunaðs morðingja þremenniganna lýstu yfir ævarandi stollti ef rétt reyndist hann væri morðinginn. Veisluhöld og fagnaðarlæti brutust út víða um Palestínu út af fréttum af dauða þriggja unglinga. Á sama tíma lítur almenningur í Ísrael á þann sem myrti Palestínskan ungling í hefndarskyni sem hryðjuverkamann. Stjórnvöld og pressan hafa lýst því yfir svona menn séu hryðjuverkamenn, engu skárri en Hamas og það eigi að fara með þá sem slíka. Fréttir þar eru fullar af formælingum og fordæmingu í garð morðingjans. Á sama tíma sýna mörg myndskeið frá Hamas o.fl. að þeir líta á þetta sem hetjudáð og það gera margir óbreyttir Palestínumenn líka. Ástæðan er áhrif langvarandi áróðurs í allt frá kennslubókum í skólum til sjónvarps Palestínumanna þar sem kennt er að það sé allt í lagi að drepa gyðinga.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 15:15
Það vita fáir en er samt bara söguleg staðreynd, að það var Palestínumaður sem stakk fyrstur upp á "lokalausninni" sem nazistar hrintu í framkvæmd, eða útrýmingu Evrópskra gyðinga. Hugmyndin kom upphaflega ekki frá þeim, heldur æðsta imaninum í Jerúsalem, sem var náfrændi Arafats, lærifaðir hans og vinur. Þá voru gyðingar pínulítill minnihluti í landinu og Ísraelsríki var ekki til. Þannig að hver á sökina á þjóðarmorði gyðinga? Þjóðverjar afþví að Hitler var til? Palestínumenn afþví æðsti yfirmaður trúmála múslima lagði lausnina til? Ef þetta er einhverri þjóð að kenna, sem er langsótt, þá eru það ekki Þjóðverjar sýnist mér.
http://www.youtube.com/watch?v=VjARZPAcATM
Þorvaldur (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 15:20
Þetta er sko kaldhæðni. Menn bera ábyrgð á sjálfum sér, augljóslega. Það voru margir saklausir Þjóðverjar myrtir líka í stríðinu.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 15:20
http://www.youtube.com/watch?v=VjARZPAcATM
Þorvaldur (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.