11.7.2014 | 21:40
Ekki mjög góðir að reikna út fylgni?
"Engin sjáanleg aukning hefur verið á bjórsölu á Íslandi frá 12. júní..."
Gerðu þeir bara línurit fyrir mánuðinn og horfðu svo á það?
"Bjórsala er orðin það mikil að jafnvel þrátt fyrir að margir knattspyrnuáhugamenn sötri nokkra bjóra yfir hverjum einasta leik, á nánast hverjum einasta degi í mánuð, mælist það ekki."
Ef það væri breyting, þó ekki væri nema lítil breyting, þá ætti það að sjást. Það sem við erum líklega að sjá hér er "mettun."
Eða algjöra vankunnáttu í tölfræðilegum útreikninum.
"Það er engin sjáanleg aukning. Frá 12. júní er aukning í bjórsölu upp á 3% en þegar maður skoðar síðustu sex mánuði er meðaltalið 3,8%."
Aukning? Á mánuði? Í hvað mörg ár? Undarlegt finnst mér ef bjórsala eykst um 3,8% að meðaltali á mánuði.
Og ég er nokkuð viss um að smáorðið þarna á að vera "á," en ekki "í."
"Stutta svarið er því að það stendur ekkert upp úr í sölutölum sem rekja má til HM,"
En það er rangt, samkvæmt síðustu tilvitnun hér að ofan. HM hefur þar augljóslega *dregið úr* aukningunni um 0,8%.
"Sigrún Ósk segir hins vegar að bjórsala á Íslandi sé í raun svo mikil að jafnvel þó sala aukist gríðarlega á einhverjum ákveðnum degi, þá sjáist það varla þegar á stóru myndina er litið."
Já já já, Sigrún kann ekki tölfræði.
"...ef litið sé til stórmóta í íþróttum á undanförnum árum finnist ekki fylgni við aukna bjórsölu."
Drógu þau líka úr aukningunni?
Hvernig er annars þessi aukning? Hvenær fór að bera á henni? Gengur þetta kannski í bylgjum? Hvar er þessar upplýsingar að finna?
" Við erum ekki að sjá nein afgerandi áhrif varðandi fylgni við íþróttaviðburði "
"áhrif á." Ef ekki af öðrum ástæðum en að *á* er styttra en *varðandi.*
Að troða "varðandi" inn í aðra hverja setningu er eins og að setja "andskotans" inn í aðra hverja setningu.
" En við gætum kannski séð fylgni ef að þetta væri einn alveg risadagur eða eitthvað svoleiðis, segir Sigrún Ósk."
Eða ef þið vissuð hvað þið væruð að gera.
Enginn bjór drukkinn yfir HM? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.