1.8.2014 | 00:19
Ebola er ekki bráðsmitandi
Ef hún væri það, þá værum við öll í vondum málum, en eins og er þarf að hegða sér foráttuheimskulega til þess að smitast.
Jú, meira smitandi en alnæmi - miklu meira, en umtalsvert minna smitandi en helvítis kvefið eða inflúensa.
Minna en 800 manns...
Flensa, *venjuleg* flensa, drepur fleiri, bara í Noregi, á hverju ári.
Athugaðu bara. Ég get beðið.
Óttast að banvæn veira breiðist út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Minna en 800 manns...á hálfu ári...þar sem búa yfir 300 milljónir.
Meira smitandi en alnæm? Nei, svipað og eftir sömu leiðum. En ebola smitaður sýnir einkenni lifir og smitar í nokkra daga, aids smitaður getur lifað einkennalaus og smitað í áratugi.
Vagn (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 01:56
Að birta fréttir með svona fyirrsögnu er draumur fyrir lyfjafyrirtækin sem eru helstu gróðamaskínur fjármálaheimsins. Þess vegna er ebola fréttum dælt út mainstreame á svipaðan hátt og svínaflensufárinum um árið enda ábatasamast að selja bóluefni globalt.
http://www.vox.com/2014/7/31/5952665/ebola-virus-vaccine-why-hasnt-it-happened
freemason (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 09:16
Ásgrímur.
Ebólaveiran er smitandi og já, við erum öll í vondum málum ef hún nær að breiðast út. Þú segir fólk þurfa hegða sér foráttuheimskulega til að smitast... ég held að það sé foráttuheimskulegt að taka ekki með í reikninginn að þetta gæti ætt um Evrópu t.d. Með einni flugvél gæti veiran t.d. borist hingað til lands. Það er foráttuheimskulegt að halda sig óhultan og telja að þetta gerist bara annars staðar. Ég trúi því ekki heldur að læknirinn sem nú er smitaður hafi hegðað sér foráttuheimskulega í umgengni við veiruna en hann var jú í umgengni við sjúkt fólk og því er foráttuheimskulegt að segja þá foráttuheimska sem smitast.
freemason.
Lyfjafyrirtækin græða lítið á þessari veiki held ég, þeir eiga ekki nein lyf til við þessu og engar bólusetningar eru í boði.
assa (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 21:54
assa: stúderaðu aðeins hvað þarf að gera til þess að smitast.
Berðu nú saman við kvef.
Um annan sjúkdóminn gildir að þú þarft að komast í snertinu við sjúklinginn, hinn: ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.8.2014 kl. 22:54
Ásgrímur.
Stúdera þú hvað þarf til að smitast. Það er sagt nóg að komast í snertingu við líkamsvessa sýktrar manneskju. Það þarf ekki heimspeking til að sjá það að þannig manneskja getur verið á meðal flugfarþega t.d. Flugfarrými eru þröng rými. Þar er auðvelt að snertast, jafnvel óvart. Hvað ef einn sýktur einstaklingur fer á klósett t.d.? Selflytur matarbakkann þinn?Heldur um sama armsæti og þú? Ég veit ekki mikið um þetta en mér þykir full ástæða til að við höldum vöku okkar og viðhöfum allar þær varúðarráðstafanir sem við mögulega búum yfir.
assa (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 00:58
assa ef þú kynnir þér málið þá vill svo blessunarlega til að bóluefni er handan við hornið. En það er rétt hjá þér lyfjafyrirtækin græða lítið á því ef markaðurinn er einungis í Afríku.
freemason (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 08:44
Assa:
Þú last bara fyrstu setninguna, var það ekki?
Ásgrímur Hartmannsson, 2.8.2014 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.