17.8.2014 | 08:34
Þessi tafla er nánast ólesanleg
Allt á henni rennur saman í einn graut.
En það er meira:
"ekki síst köfnunarefnisoxíðið NOx"
Svo segir sá sem veit ekkert um hvað hann talar. þetta X stendur fyrir... hitt og þetta. Þetta er *ekki* köfnunarefnisoxíðið, með greini, heldur *öll* köfnunarefnisoxíðsambönd, NO2, NO3, NOH... osfrv.
x er ekki á frumefnatöflunni.
Bílvélar geta búið til hitt og þetta.
"Á meðfylgjandi töflu má sjá að sumir bíla losa óheyrilega mikið af þessum efnum."
Þetta er reyndar stillingaratriði, og eftir að bíllinn hefur verið í notkun í ár er eins víst að sitthvað hafi gengið úr skorðum. Viljandi eða óviljandi.
Tjúnarar vilja fá fullkominn bruna, sem þýðir meira NOx & minna CO2. Með því að kæla loftið áður en það brennur má breyta þessu aðeins, minnka NOx smá.
Svo, ef menn vilja fara út í virkilega heilsuspillandi mengun, geta menn farið aftur að notast við hesta.
Baneitraðir bílar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Satt hjá þér, þessi tafa er nánast óskiljanleg eins og fleira í bílahluta mbl.is. Ég er búinn að rekast á svo mikið af þvælu og vitleysu í þessum greinum að ég er nánast hættur að nenna að lesa bílahlutann.
Einar Steinsson, 18.8.2014 kl. 15:53
Það er ekki bara bílahlutinn sem er fullur af þvælu.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.8.2014 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.