Þessi tafla er nánast ólesanleg

Allt á henni rennur saman í einn graut.

En það er meira:

"ekki síst köfn­un­ar­efn­isoxíðið NOx"

Svo segir sá sem veit ekkert um hvað hann talar.  þetta X stendur fyrir... hitt og þetta.  Þetta er *ekki* köfn­un­ar­efn­isoxíðið, með greini, heldur *öll* köfnunarefnisoxíðsambönd, NO2, NO3, NOH... osfrv.

x er ekki á frumefnatöflunni. 

Bílvélar geta búið til hitt og þetta.

"Á meðfylgj­andi töflu má sjá að sum­ir bíla losa óheyri­lega mikið af þess­um efn­um.

Þetta er reyndar stillingaratriði, og eftir að bíllinn hefur verið í notkun í ár er eins víst að sitthvað hafi gengið úr skorðum.  Viljandi eða óviljandi.

Tjúnarar vilja fá fullkominn bruna, sem þýðir meira NOx & minna CO2.  Með því að kæla loftið áður en það brennur má breyta þessu aðeins, minnka NOx smá.

Svo, ef menn vilja fara út í virkilega heilsuspillandi mengun, geta menn farið aftur að notast við hesta. 


mbl.is Baneitraðir bílar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Satt hjá þér, þessi tafa er nánast óskiljanleg eins og fleira í bílahluta mbl.is. Ég er búinn að rekast á svo mikið af þvælu og vitleysu í þessum greinum að ég er nánast hættur að nenna að lesa bílahlutann.

Einar Steinsson, 18.8.2014 kl. 15:53

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er ekki bara bílahlutinn sem er fullur af þvælu.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.8.2014 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband