Hentug stærð

1967 Plymouth Valiant er sennilega hentugasti bíll sem framleiddur hefur verið.

Ekki of lítill, nóg pláss, þolanlega stórt skott.  Passar í öll stæði.  Við þyrftum eiginlega að fá mótin af þeim bíl og fara að smíða þannig bíla hér á landi.  Gætum haft í þeim annaðhvort orginal slant6, sem eyðir ekkert sérlega miklu, eða eitthvað nýrra, eins og td 2 lítra Toyota, eins og var í Carina, eða eitthvað í þeim dúr.

En nei...

Hér á landi virðumst við aka annað hvort A: hræbillegum bíldruslum af verstu sort, því það eru ódýrustu bílarnir; Chevy Cruz og þaðan af verra sem berst til okkar með magnkaupum frá bílaleigum; eða B: forljótum, rándýrum, en ekkert sérlega góðum jeppum.  Eins og Landcruiser.  Vegna þess að plebbar með peninga eru fífl.

Sumir segja að Range Rover séu góðir... jæja, bíðið þar til þeir byrja að bila. 

Örfáir sérvitringar fjárfesta í góðum bíl. 

Þetta gerist af skattaástæðum - sem sagt, sömu ástæðum og Ford F150 er vinsælasti bíllinn í USA.  Lög & reglugerðir beina fólki í þetta.  Óbeint.

Danir hafa það helvíti skítt núna, að þurfa að sætta sig við vita-kraftlausar véltruntur eins og Skoda Oktavia, en það þurfum við líka.

En, Danir hafa hærri ráðstöfunartekjur en við... 


mbl.is Danir aftur í millistærðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband