Of dýr miðað við allt.

Toyota hef­ur sett á markað nýja gerð Yar­is-smá­bíls­ins ...  Víst er það satt að breyt­ing­arn­ar eru þónokkr­ar, aðallega á út­liti bíls­ins en þó einnig á und­ir­vagni.

Grunar mig að það hafi verið sóun á tíma og peningum. 

Aug­ljós­asta breyt­ing­in er þó að fram­an,...Verst bara hvað risa­stórt loft­inn­takið minn­ir mann á yf­ir­vara­skegg eins og á litl­um Mexí­kana.

Andele andele, arriba!  (Hvað sem það nú þýðir.)

Næsta kyn­slóð Yar­is verður reynd­ar fram­leidd í Mexí­kó

Ég átti einu sinni mexíkanskan bíl.  Hann lak.  Öllu. 

þegar þar að kem­ur sam­hliða nýj­um Mazda2, og þá munu þeir bíl­ar nota Skyacti­ve-vél­arn­ar frá Mazda, en það er framtíðar­mús­ík.

Nei, *þetta* er framtíðarmúsík: https://www.youtube.com/watch?v=9a_lOcavDwI 

Toyota lagði nokkra vinnu í end­ur­hönn­un á und­ir­vagni bíls­ins sem er stífari en áður.

Sem er algjörlega tilgangslaust, með það í huga að þessi ökutæki ná ekki einusinni 100 km/h niður brekku. 

Það finnst vel í akstri hvað bíll­inn er skemmti­legri og ligg­ur bet­ur þótt hann virki ör­lítið hast­ari á hraðahindr­un­um.

Og af hverju höfum við meira af en nokkuð annað land á jörðinni, og þó víða væri leitað?  HRAÐAHINDRANIR! 

Nýr Yar­is Hybrid er sá hrein­asti í sín­um flokki

Minnir mig á að ég þarf að ryksuga bílinn minn að innan bráðlega. 

kol­efn­is­gildi hans er aðeins 75 g á km.

Af hverju má ekki borða fíflin sem fundu upp þetta "kolefnisgildi?"  Það er ekki hæft til annars en manneldis.  Eða sem dýrafóður, ef allt fer a versta veg. 

Vél­in er 1,5 lítra

Hah!  Minn er 1600.  Gerið betur en þetta. 

Í tvinnút­gáfu er hann aðeins fá­an­leg­ur með CVT-sjálf­skipt­ingu

Why bother? 

Þegar hon­um er ekið ró­lega eyðir hann hins veg­ar mjög litlu enda raf­mótor­inn að hjálpa til.

Hey, minn bíll eyðir mjög litlu, þó hann hafi engan rafmótor og sé talsvert þyngri, ekinn meira en 200K og sjálfskiftur.  Vegna þess að hann er Honda.  Sem er miklu betri bíll í alla staði. 

Hægt er að stilla á rafstill­ingu ein­göngu í um það bil tveggja kíló­metra akst­ur á hraða und­ir 50 km á klst.

Það kemur mér varla út í búð.  Og ég er í eyjum. 

Búið er að færa bæði raf­hlöður og bens­ín­tank und­ir aft­ur­sæt­in og þess vegna er óhætt að segja að Yar­is er rúm­góður fyr­ir smá­bíl að vera.

Bíllinn er rúmgóður vegna þess að a það eru rafhlöður undir aftursætunum á honum.

Það var og.

og það er "af smábíl að vera" eð ekki "fyrir smábíl..." 

Pláss fyr­ir farþega í aft­ur­sæt­um er þokka­legt og mun­ar þar mest um gott höfuðrými og flatt gólfið.

En ekki hið illa höfurými og mishæðótt gólf gamla Yarisins. 

Fóta­rými er þó af skorn­um skammti ef þeir sem frammi í sitja þurfa sitt pláss. Mesta plássið er þó í fram­sæt­um sem eru bara nokkuð þægi­leg þrátt fyr­ir að vera í minna lagi.

Af hverju ætti maður að taka þennan bíl fram yfir Ford Fairmont? 

Það er reynd­ar dá­lítð langt að teygja sig í stýri og stjórn­tæki hægra meg­in við stýrið.

Er annað stýri?  Af hverju? 

Ein­hverra hluta vegna er mjög stutt­ur aðdrátt­ur á stýri

Ef ég bara vissi hvað það væri... 

... efn­is­val í inn­rétt­ingu er betra en áður.

Ef það er ekki viðarpanell á mælaborðinu og shag-teppi á hurðunum, þá er ekki gott efnisval þar. 

Bakk­mynda­vél, loft­kæl­ing og blát­ann­ar­búnaður er allt staðal­búnaður til að mynda.

Þarf það eins og gat á hausinn. 

Til dæm­is er hún ennþá tæpri hálfri millj­ón dýr­ari en best búna Fiesta sem hægt er að fá.

Þá er augljóst að maður ætti frekar að fá sér svona Fiestu. 

Betra er þá að miða við grunn­gerðir bíl­anna, en þar mun­ar tals­vert minna. Toyota Yar­is er í grunn­inn á 2.690.000 kr. en ódýr­asta Fiest­an er á 2.450.000 kr. Mazda2 er ennþá ódýr­ari á aðeins 2.190.000 í sinni ódýr­ustu út­færslu.

Og Chevy Cruze, sem er einum klassa fyrir ofan er einungis 200K dýrari.  Og þá færðu stærra skott, meira pláss og stærri vél.  Sem er ekki hybrid, sem er betra.


mbl.is Sparibaukur sem á sér fáa keppinauta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Tengdamamma á Toyota Yaris og konan mín ekur um á Ford Fiesta og að bera þessa bíla saman er móðgun við Henry Ford og alla hans afkomendur. Ég hef sjaldan orðið fyrir öðrum eins vonbrigðum og þegar ég prófaði þessa ofmetnu sardínudós, vægast sagt hundleiðinlegur bíll. Fiestann er mörgum klössum fyrir ofan þetta dót.

Einar Steinsson, 26.8.2014 kl. 17:23

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

14 ára Honda Civic er betri en nýr Yaris.

... 14 ára Yaris er betri en nýr Yaris.

Þetta er dós. Þú þarft að fara niður um klassa til að finna eitthvað sambærilegt eða verra.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.8.2014 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband