Ég er að hugsa:

Áður en þið lesið þetta, passið uppá að kveikja á heilanum og slökkva á tilfinningunum.

Tilbúin?

Okey: 

Hanna Birna lendir í því að einhver vinnufélagi hennar snowdenar upplýsingum frá henni, og allt verður vitlaust.

Það  er vegna þess að það er víst ólöglegt að opinbera það sem teljast vera persónuupplýsingar, sama hvernig, og Hanna ku bera ábyrgð á undirmönnum sínum.

Lögin eru ekki nákvæmlega þekkt almenningi, sem hefur almennt ekki nennt að fletta þeim upp.  Ekki hef ég nennt því.  Ekki veit ég hver viðurlögin eru skv lögum, og ekki þú heldur, grunar mig. 

Allt verður vitlaust á eftir.

Færeyskt fiskiskip bilar og verður að leggja að bryggju á íslandi.  Það hefur verið að veiða úr sameiginlegum stofni villidýra, sem gerir þann verknað ólöglegan.

Alveg örugglega ólöglegan. 

Hluti af viðeigandi lögum hefur verið birtur hér á MBL, og útskýrir allt vel.  Ekki veit ég samt hver viðurlögin eru skv lögum, og ekki þú heldur, grunar mig.

Allt verður vitlaust.

Munurinn er, að í fyrra skiptið vill fólk að meintur lögbrjótur taki einhverjum viðurlögum - en í seinna skiftið vill fólk að hafnaryfirvöld brjóti lögin beint.  Örugglega án viðurlaga.

Ég sé hér að fólk almennt sér ekkert athugavert við að brjóta sum lög.

Hvað kemur til? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Skarplega athugað og maður veltir fyrir sér hvort ástæðan kunni því á endanum að vera pólitísk. Ef þetta hefði verið samfylkingarráðherra grunar mann einhvern veginn að „málið“ hefði aldrei orðið, ef vinstri stjórn hefði neitað færeyska skipinu um vistir, hefði atburðurinn líklega seint ratað í suma fjölmiðla og jafnvel þá fengið annan blæ.

Við þessu má svo bæta að þegar Evrópusambandið og Noregur settu Færeyingum afarkosti í makríldeilunni, kom okkar þjóð þeim ekki á nokkurn hátt til varnar, þá var hér vinstri stjórn og úr þeirri hneisu lítið sem ekkert gert í sumum fjölmiðlum.

Alfreð K, 31.8.2014 kl. 01:28

2 identicon

Bæði málin eru lítilvæg og skipta mig a.m.k. sáralitlu. Mín samsærikenning (based on nothing) er sú að það séu hægrimenn sjálfir sem séu að ýfa upp þetta hönnubirnumál til þess að gefa fólki útrás fyrir blóðþorsta og réttlæti í einhverju saklausu máli sem skiptir nánast engu. Því á meðan er fólk ekkert að spá í alvöru málum á meðann svona redd herring dæmi eitthvað. Allavega þetta er mín Crackpot Theory..

maggi220 (IP-tala skráð) 31.8.2014 kl. 13:17

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Merkilegt hvernig svona smá-mál yfirgnæfa alltaf allt.

En hey, það er svosem enginn að gera neitt í stórum málum.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.9.2014 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband