Áhugavert mál fyrir erfðarétt.

Gefum okkur sem svo að einhver sem er afkomandi einbirna langt aftur í aldir deyji og skilji eftir sig svona lán.

Fer þá lánveitandinn í Íslendingabók og athugar hvar blóðlínan kvíslaðist seinast, og vinnur sig upp?

Hver eða hverjir verða þá svo heppnir að fá skyndilega reikning eftir einhvern sem þau eru skild í - hvað skal segja, 5 lið?

Hvernig yrði þér við?

Ísland, þar sem skuldir endast að eilífu. 


mbl.is Þurfa skyndilega að greiða lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skuldin fylgir dánarbúinu. Þeir sem taka við dánarbúinu taka við bæði eignum og skuldum.

Ísland, þar sem erfingjar fá ekki að hirða eignirnar og grafa skuldirnar.

Róbert (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 01:47

2 identicon

Árið 1986 þegar faðir þeirra lést var þetta ekki skuld hans heldur stóð hann í ábyrgð.

Það er árið 2014 sem ábyrgðin fellur síðan á föðurinn.

Þröstur (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 05:26

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Af hverju er ekki gengið frá svona löguðu við andlát þá? Það er ekki eins og þetta hafi verið leynilegar upplýsingar.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.9.2014 kl. 10:17

4 identicon

Lögin sem vitnað er í taka gildi eftir andlát mannsins. Eiga þau þá við í þessu máli? Eru þetta lög sem virka aftur í tímann eins og hjá Árna Páli?

Bjarni (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 13:54

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ah, afturvirkni... mjög í anda réttarríkisins, það.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.9.2014 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband