19.9.2014 | 19:36
... ja hérna.
Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ekki viðunandi. Fólk er undir fátækramörkum þar,
Hvort segir maður fátækramörk eða fátæktarmörk? Ég held það síðara.
...skýrsluhöfundur nýrrar skýrslu...
Sic erat scriptum.
"Segir mannréttindalög á fólki brotin"
Mannréttindalög á fólki?
"Vandamálið hér á Íslandi er að sveitafélögin hafa sterkan sjálfsákvörðunarrétt"
Er það nauðsynlega vandamál?
"Við höfum mannréttindalög og ýmislegt annað sem verið er að brjóta á þessu fólki"
Þessu fólki? Starfsmenn sveitarfélaga og/eða ráðuneyta? Eða einhverjum allt öðrum?
" Þess vegna mælum við með því að lágmarks framfærslan sé endurskoðuð í hverju landi fyrir sig og hún geri það að verkum að fólk þurfi ekki að lifa í fátækt."
Fólk þarf ekkert að lifa í algerri fátækt. Fyrir heilbrigða menn er létt verk að fá sér vinnu. Til að vera á örorkubótum þarf maður að vera við góða heilsu til þess að starfa við kerfið - eins og það er kallað af kaldhæðnari mönnum.
Annars er þessi texti hið mesta torf.
Fólk er undir fátæktarmörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
"Til að vera á örorkubótum þarf maður að vera við góða heilsu til þess að starfa við kerfið"
Hvað áttu við?
Málefnin (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 19:52
Við höfum mannréttindalög og ýmislegt annað sem verið er að brjóta á fólki. Það þurfa allir að geta notið sín og lifað sómasamlegu lífi með virðingu, ég til dæmis fer hjá mér og nýt mín engan veginn ef ég er ekki í einbílishúsi og á nýjum Benz. En sveitarfélagið neitar mér um þessi mannréttindi.
Harrr (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 19:57
Hvað á ég við?
Þetta er þessi venjulegi "tongue in cheek" húmor. Smá ýkt, en ekki nærri jafn ýkt og maður myndi vona.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.9.2014 kl. 23:36
Mikið til í þessu þó kaldhæðni sé.
Hvernig á veikur maður að fara að því að endasendast milli stofnana bara til þess eins að sækja sér réttindi sín? Ætti hann yfir höfuð að þurfa að sækja þau? Eiga þau ekki bara að vera fyrir hendi þar sem hann þarf á þeim að halda?
Sama á við um þá sem geta ekki staðið í slíkum erindisrekstri á eigin spýtur sökum fákunnáttu, örbirgðar, fötlunar, eða annara slíkra takmarkana.
Það sem vantar er nýr hugsunarháttur í þessu blessuðu kerfi sem við höfum komið okkur upp og viljum geta kallað velferðarkerfi.
Hlutverk þess á að vera að veita fólki rétt sinn, frekar en að láta það þurfa að sækja hann með fyrirhöfn og setja svo fyrir því allskonar skilyrði og hindranir.
Þeir sem starfa í kerfinu þurfa að hætta að líta sjálfkrafa fyrirfram á þá sem til þeirra leita sem afætur eða hugsanlega bótasvikara, og fara þess í stað að líta á þá sem manneskjur sem eiga lögvarin réttindi sem skylt er að veita þeim.
Til þess að þetta gangi, þurfum við að læra að treysta hvoru öðru. Staðreyndin er sú að langflest fólk er heiðarlegt og á allt gott skilið.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.9.2014 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.