24.9.2014 | 16:47
Kata að auglýsa núverandi stjórnvöld
Ég túlka yfirlýsingu forsætisráðherra í New York sem svo að hún marki stefnubreytingu af hálfu hæstvirtrar ríkisstjórnar í þessum málum og ég fagna því að hann hafi þarna lagt nýja línu með formlegum stuðningi við yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
Ég persónulega vona að svo sé ekki.
Þar hafi ráðherrann meðal annars lagt áherslu á að styrkja gjaldtöku af losun kolefnis.
Sem er mjög neikvætt fyrir skattborgarann. Og því neikvæðara sem hann hefur lægri laun. Og frá náttúruverndarsjónarmiði: algjört bull að öllu leiti.
Vísaði hún þar til þess að stjórnin hefði lækkað kolefnisgjöld hér á landi síðastliðið vor.
Ágætt að minna okkur á það. Stjórnin á þakkir skilið fyrir að lækka þær. Og meiri þakkir hefðu þeir fengið fyrir að leggja þau af, vegna þess að þau gerðu ekkert annað en að hækka hjá okkur lánin og draga úr lífsgæðum.
"Þá stæði einnig til að lækka losunargjald vegna gjaldskyldrar losunar á gróðurhúsalofttegundum ef marka mætti frumvarp um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga."
Það er vissulega tilhlökkunarefni.
Hún Kata lætur stjónina líta svo vel út, núna. Hvað kemur til?
Og hvers vegna vill hún endilega halda þessum gjöldum, og jafnvel hækka þau? Er hún og hennar fólk ekki að fárast yfir því að lægsta þrep VSK sé hækkað? Þetta er lækkun sem vegur að nokkru upp á móti því.
Ég er ekki viss um að hún hafi hugsað þetta alla leið.
Eða hvað?
Túlkar orð Sigmundar sem stefnubreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.