Á maður að taka mark á þessu?

Níu bíl­ar keppa um titl­inn Bíll árs­ins á Íslandi 2015 að þessu sinni, en í gær varð ljóst hvaða bíl­ar kom­ast í úr­slit.

Á hvaða forsendum?  

Í flokki minni fjöl­skyldu­bíla voru það Opel Adam, Toyota Aygo og Renault Capt­ure sem komust áfram.

Hafandi búið á íslandi, alltaf, finnst mér spes að hafa aldrei séð svona Opel Adam með eigin augum.  Hvernig getur þetta þá keppt um að vera bíll ársins eitthvað hérna? 

Í flokki stærri fjöl­skyldu­bíla komust áfram VW Golf GTD, Peu­geot 308 og Mercedes-Benz C-lína.

Það merkilegasta við þetta er að enginn af þessum bílum er sérlega stór.  Reyndar eru þeir allir minni en trogið sem ég ek um á. 

Í síðasta flokkn­um, flokki jeppa og jepp­linga verður keppn­in spenn­andi því að þar kepp­ir jepp­ling­ur­inn Nis­s­an Qashqai við lúxusjepp­ana BMW X5 og Porsche Macan.

Hvað annað var á listanum, og á hvaða forsendum duttu þeir út? 

Tekið er til­lit til margra þátta í val­inu, eins og hag­kvæmni, verðs, gæða, akst­urs­ánægju og fleira.

Og fleira?

Svarið er, grunar mig: nei. 


mbl.is Níu í slag um titilinn Bíll ársins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband