26.9.2014 | 17:14
Á maður að taka mark á þessu?
Níu bílar keppa um titlinn Bíll ársins á Íslandi 2015 að þessu sinni, en í gær varð ljóst hvaða bílar komast í úrslit.
Á hvaða forsendum?
Í flokki minni fjölskyldubíla voru það Opel Adam, Toyota Aygo og Renault Capture sem komust áfram.
Hafandi búið á íslandi, alltaf, finnst mér spes að hafa aldrei séð svona Opel Adam með eigin augum. Hvernig getur þetta þá keppt um að vera bíll ársins eitthvað hérna?
Í flokki stærri fjölskyldubíla komust áfram VW Golf GTD, Peugeot 308 og Mercedes-Benz C-lína.
Það merkilegasta við þetta er að enginn af þessum bílum er sérlega stór. Reyndar eru þeir allir minni en trogið sem ég ek um á.
Í síðasta flokknum, flokki jeppa og jepplinga verður keppnin spennandi því að þar keppir jepplingurinn Nissan Qashqai við lúxusjeppana BMW X5 og Porsche Macan.
Hvað annað var á listanum, og á hvaða forsendum duttu þeir út?
Tekið er tillit til margra þátta í valinu, eins og hagkvæmni, verðs, gæða, akstursánægju og fleira.
Og fleira?
Svarið er, grunar mig: nei.
Níu í slag um titilinn Bíll ársins á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.