8.10.2014 | 16:15
Er það svo?
Franskir bílaframleiðendur virðast alveg með það á hreinu að sparneytnir bílar sem eru með lítinn koltvísýringsútblástur eru það sem hinn almenni kaupandi er á höttunum eftir.
Franskir eru líka alltaf blindfullir, og bílarnir þeirra eftir því. Kraftlausir og illa settir saman.
Jú, og ódýrir verða bílarnir að vera líka.
Það er aðalatriði.
Citroën hefur tekist vel upp hvað þessi atriði varðar.
Eða þeim hefur tekist það.
Það vel að hinn 7 manna Citroën Grand C4 Picasso eyðir ekki nema um 4-5 lítrum á hundraðið
Það er lygi.
hann fellur undir það að vera visthæfur
Ég myndi ekki vilja búa í honum, svo, nei.
Co2 gildið eru undir 120g/​km, eða 105g/​km.
So what?
Það er ánægjulegt að svo stórir bílar geti verið með svona heppilegar tölur
1975 módel Cadillac El Dorado er tveggja dyra og með 8 lítra vél. Það eru sko heppilegar tölur.
Í tilviki Citroën Grand C4 Picasso kemur það raunar niður á öðrum tölum, t.d. er hann dágóða stund að komast úr kyrrstöðu upp í hundrað, eða góðar 12,6 sekúndur.
Hvað er svona gott við þær?
Lipur er hann í það minnsta ekki.
Og ekki lipur heldur. This bíll sökks.
Þeir sem vilja bíl sem kemst á örfáum sekúndum upp í hundrað vita að sjálfsögðu hvar þeir leita að slíku tæki.
Utan frakklands.
Það eru eflaust ekki þeir sömu og þurfa að koma fimm krökkum og fylgihlutum fyrir í einu og sama farartækinu.
Við köllum það BMW, Benz, Ford Crown Vic, Chevy Impala, Honda Legend... osfrv... Eða fyrir þá sem vilja virkilega stóran og snöggan bíl: Cadillac Escalade.
Þess vegna ætla ég ekki að eyða púðri í að fjalla um snerpu.
En þú varst að eyða fullt af púðri í að tala um kolsýru.
Sá ódýrasti er Chverolet Orlando sem kostar frá 3.890.000 kr.
Kaupið hann frekar.
Leyfi ég mér að mæla með þeim beinskipta fyrir þá sem ekki eru vanir eða spenntir fyrir ETG6-skiptingunni en hún er sannarlega sérstök og krefst þolinmæði sem foreldrar fimm barna eiga kannski ekki til.
Frakkar...
Daginn sem Citroën myndi framleiða fjölnotabíl sem væri fullkomlega venjulegur útlits yrðu einhverjir eflaust undrandi.
Og mæddur, vegna þess að þá væri kominn bíll sem væri bæði óskemmtilegt að keyra *&* horfa á.
Hann er framúrstefnulegur með fögrum framljósum og snyrtilegu grilli.
Það má endalaust rífast um það.
Línurnar eru áberandi og hönnunin einföld og stílhrein.
Ég held ekki að *stílhreinn* sé orðið sem ég myndi nota.
Fyrir vikið er nokkuð bjart inni í bílnum, þ.e. í dagsbirtu.
Væri vissulega extra töff að vera með glugga sem gerði myrkrið bjart...
Sætin eru öll stillanleg og eru niðurfellanleg borð í sætisbökunum sem ég veit að ungum farþegum þykir ljómandi skemmtilegt.
Auðvelt að hafa ofanaf fyrir sumum.
Í heildina litið er C4 Grand Picasso vel búinn fjölskyldubíll sem óviljandi sér til þess að ökumaður haldi sig á skikkanlegum hraða.
Sem sagt, andstyggilegur bíll sem er of dýr á hálfvirði.
Með ódýrari 7 manna bílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.