Alltaf, allstaðar

Mig minnir að þetta séu 90% af öllum meiriháttar umferðarslysum, sem er beint ölvun að kenna.  Man ekki nákvæmlega, en það voru *meira en* 80%.  Þetta gildir út um allan hinn vestræna heim, óháð menningu.

Svo eru einhverjir asnar að keppast við að kenna hraðakstri um.

Hraðakstur snýst um peninga.  Þess vegna einblýna menn svona á hann.  Það eru svo margir sem hægt er að taka fyrir "of hraðan akstur," og þess vegna er passað uppá að hafa hámarkshraðann sem lægstan - til að fjölga brotamönnum, og fá meira í kassann.

 Það er vissulega hægt að sekta fyrir ölvunarakstur, og það er gert... en af hverju gera cash cow úr því?

Snýst þetta ekki um öryggi? 


mbl.is Afleiðingarnar mjög alvarlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Það er allt of létt tekið á ölvunarakstri hér á landi. Mér finnst að konan sem olli banaslysinu hefði átt að fá a.m.k óskilorðsbundið lífstíðarfangelsi. En í staðinn er hún enn að keyra bíl ölvuð tilbúin að myrða annan saklausan vegfarenda.

Ölvunarakstur er hreinasti viðbjóður og það er óskiljanlegt að engin raunveruleg refsing liggur við. Ökutæki í höndum ölvaðrar manneskju er ekkert minna en morðvopn.

Aztec, 10.10.2014 kl. 20:30

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er miklu verra en þú heldur - mér reiknast til að líkurnar á að kála einhverjum fyrir slysni edrú séu ca 1/220 á ári, á meðan líkurnar á sama á meðan fullur séu 1/8.

Og það gæti verið van-áætlað.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2014 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband