11.10.2014 | 19:08
Flestir íslendingar eru fasistar
Strangt til tekið, grunar mig.
En:
Öfl fordóma, þjóðernishyggju og haturs teygja sig sífellt nær okkar eigin samfélagi.
Það er sam-mannlegt.
Og í vor var sakleysi íslenskra stjórnmála spillt.
Í vor? Hvar hefur þessi gaur verið alla sína æfi? Eða var honum hleypt út úr útúngunarklefanum í fyrra? Eða í gær?
Mín skoðun er sú að með kæruleysi, tækifærismennsku og lýðskrumi hafa íslenskir stjórnmálamenn fært okkur að forgarði fasismans,
Hans skoðun. Staðreyndin er sú að þetta fer vel í fólkið.
Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafnaðarmanna
Ah... hehehehe...
Svo fer hann eithvað að nöldra út af framsókn.
Hann telur verk núverandi ríkisstjórnar hafa verið verri en nokkurn óraði.
Feh. Tek hana fram yfir stjórn Jóhönnu & Steingríms any day.
Alþingiskosningarnar voru okkur bitur reynsla þar sem stjórn félagshyggju var látin víkja fyrir íhaldsstjórn
Reyndar vék félagshyggjan bara fyrir aðeisn frjálslyndari félagshyggju, en... whatever. Þeir lifa í sínum draumaheimi,og ég get ekki breytt því.
Það kom okkur ekki á óvart að vinstristjórnin skuli hafa vikið eftir erfið fjögur ár en það sem tók við var í raun verra en okkur óraði, sagði Stefán.
Hvernig þá? Hann ætti að vera ánægður, núverandi stjórn er að leggja af matarskatt sem fyrri stjórn lagði á, lækka kolefnisgjaldið, sem fyrri stjórn lagði á, og seinst þegar ég tékkaði ætluðu þeir að lækka tekjuskattinn eitthvað smá.
Allt hlutir sem koma alþýðunni vel.
Á móti ætti hann kannski að vera sáttur við að núverandi stjórn er vissulega mjög stjórnsöm og fasísk, alveg eins og stjórnin á undan. Bara minna.
Alveg...
Íslensk stjórnmálaumræða: fasistar að furða sig á því af hverju fasistar hegða sér eins og fasistar, og eru fúlir út af því að þeir eru það sem þeir eru.
Hafa fært okkur að forgarði fasismans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.