13.10.2014 | 16:35
Ég þori að veðja kippu af bjór að þetta er bull
"Leitin að orkulind sem aldrei þrýtur... hefur staðið lengi yfir... nú hefur vonin fengið byr í seglin eftir skýrslu sem ítalskir og sænskir vísindamenn hafa gefið út og fjallar um óvæntar niðurstöður tilrauna með E-Cat."
Wiki: http://en.wikipedia.org/wiki/Energy_Catalyzer
Besta lína: "Peter Ekström, lecturer at the Department of Nuclear Physics at Lund University in Sweden, concluded in May 2011, "I am convinced that the whole story is one big scam, and that it will be revealed in less than one year.""
Ég held það líka. Nikkel & vetni? Jæja...
Um er að ræða kjarnorkuofn sem knúinn er örlitlu af nikkeldufti sem blandað er vetni og öðrum efnum, aðallega litíum. Í ljós kom í mars að mikil umframorka myndaðist í ofninum og það sem ekki vekur síður athygli: engin geislavirkni mældist fyrir utan hann.
Það er ekkert óeðlilegt að það sé engin geislun fyrir utan ofninn. Það ylli áhyggjum, og benti til hönnunargalla.
"Í greiningu á eldsneytinu komu fram augljósar breytingar á ísótópum sem þess í stað benda til þess að um sé að ræða kjarnahvörf við lágan hita"
Cold fusion: Science fiction.
Ég myndi ekki halda niðri mér andanum á meðan ég bíð ftir þessu.
Ótæmandi orkulind fundin ef... | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.