Um flugelda

Í Frumvarpi til laga um breytingu á vopnalögum, nr. 16/1998, er ekki bara verið að auka starfsöryggi ofbeldisglæpamanna, heldur er líka verið að draga úr úrvali flugelda, gera þá dýrari, og búa til auka kostnað sem leggst á alla, hvort sem þeir taka nú þátt í að kaupa þá beint eða ekki.

Byrjum að vitna í drögin:

Á eftir 5. gr. laganna kemur ný grein, 5. gr. a, svohljóðandi:

Sá sem framleiðir, flytur inn eða verslar með sprengiefni eða forefni í sprengju skal gefa viðkomandi lögreglustjóra, hvenær sem þess er óskað, aðgang að birgðabókhaldi og nákvæmar upplýsingar um framleiðsluna, seldar vörur og óseldar birgðir, sem og upplýsingar um kaupanda efnis. Þá getur lögreglustjóri, hvenær sem er og án sérstakrar heimildar, krafist þess að fá aðgang að húsnæði þar sem framleitt er sprengiefni eða þar sem birgðir af því eru geymdar.  

Hér er strax áhugaverður munur á Íslendingum og Bandaríkjamönnum: kaninn myndi heimta heimild.  Alltaf.

Hér?  Við erum ekki jafn langt komin.

Sá sem framleiðir, flytur inn eða verslar með sprengiefni eða forefni í sprengju skal tilkynna viðkomandi lögreglustjóra um óvenjuleg kaup eða grunsamlegar fyrirspurnir hvort sem af framleiðslu, innflutningi eða sölu sprengiefnis verður. Ráðherra setur nánari ákvæði í reglugerð, t.d. upplýsingar um efni sem um ræðir. 

Hvernig vita þeir hvað telst grunsamlegt?  Ennfremur, hvernig vita þeir sjálfir hvað er "forefni í sprengju?"  Ekki allir vita það.

Þetta er samt enn normal íslensk fjósamennska.  Kostar ekkert meira en hvað annað. 

13. gr.

Í stað 33. gr. kemur nýtt ákvæði svohljóðandi:

Þeir sem fara með skotelda skulu ætíð gæta fyllstu varúðar. 

Ah, hvar værum við stödd, ef ekki væri fyrir besservissera að setja besservizku sína í lög.  Talandi niður til okkar eins og við séum óvitar.

Hvað gerir þá þess umkomna?

Það eru nú ekki beint bestu eintökin sem rata í ráðuneytin.

Framleiðendur skotelda skulu tryggja að þeir samrýmist þeim öryggiskröfum, m.a. um CE-samræmismerkingu, sem gerðar eru í reglugerð um skotelda o.fl. og einnig reglum sem settar eru í samevrópskum stöðlum þar sem tilvísun hefur verið birt í Stjórnartíðindum eða reglugerðum sem ráðherra er heimilt að setja samkvæmt lögum þessum.  

Fyrir þá sem ekki hafa enn áttað sig á því, þá er krafan um CE merkingar sett til þess að fyrirtæki utan evrópu séu ekki að þvælast inn á markaðinn, eins og um einhverja frjálsa verzlun sé að ræða.

Nú verður alvarlegt slys af völdum skotelda og skal þá bráðamóttaka sjúkrahúss þegar í stað tilkynna það til lögreglu og Neytendastofu. 

Vegna þess að starfsfólk bráðamóttöku hefur ekkert þarfara við tíma sinn að gera en að stunda pappírsvinnu.  Hvernig væri að spara smá í heilbrigðiskerfinu með því einfaldlega að *gera það ekki.*  Hjúkkurnar geta þá notað tíma sinn í eitthvað uppbyggilegt.

1.a.  (33. gr. a)

Neytendastofa skal fara með markaðseftirlit með skoteldum í samræmi við ákvæði laga þessara og reglna settra samkvæmt þeim. 

Þetta hljómar eins og aukakostnaður uppá að minnsta kosti 5 milljónir á ári. Sem fellur á skattgreiðandann - nema ríkið reka bara eina hjúkku eða svo til að eiga fyrir því og standa á sléttu.

1.a.  (33. gr. b)

Ráðherra skal setja í reglugerð nánari ákvæði um eftirtalin atriði að fenginni umsögn Mannvirkjastofnunar, Neytendastofu og Vinnueftirlits ríkisins: 

Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta verður misnotað af ríkinu.

18. gr. 

Á eftir 38. gr. kemur nýtt ákvæði sem verður 39. gr. svohljóðandi:

Lög þessi fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/23/EB frá 23. maí 2007 um að setja á markað flugeldavörur, og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2008/43/EB frá 4. apríl 2008 um að koma á, samkvæmt tilskipun ráðsins 93/15/EBE, kerfi til að auðkenna og rekja sprengiefni til almennra nota, eins og þær voru teknar upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2010 frá 10. nóvember 2010, um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn frá 2. maí 1992. 

Til hvers?  Af hverju þarf endilega að setja á kerfi sem kostar milljónir, bara til þess að vita hvaðan vara, sem kveikt er í jafnóðum kemur? 

Hljómar ansi tilgangslaust.  Og dýrt.

  Óheimilt er að selja skotelda sem fluttir hafa verið inn fyrir 1. janúar 2015 og uppfylla ekki skilyrði 2. mgr. 33. gr. um CE-samræmismerkingu til landa innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Þarna er illa farið með annarra fé ef farið er eftir.

Þessar breytingar munu kosta bæði tíma og peninga, tíma á versta stað, sé ég, og pening sem við eigum ekki.  Og það sem við fáum fyrir peningana er: dýrari flugeldar og hærri skattar - eða niðurskurður einhversstaðar sem við megum ekki við (let's face it, það verður aldrei skorið niður þar sem það væri bara til bóta.  Kerfið virkar ekki þannig.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband