17.10.2014 | 16:48
Ég er til í að þeir skoði harða hægristefnu
Það myndi bara gera lífið betra. En til skemmtunar skulum við skoða þetta betur:
Fundurinn vill að hörð hægri stefna í fjárlagafrumvarpinu verði endurskoðuð
Nýtt fyrir mér. Ég sá ekkert þar, af því sem mér var sýnt, sem almenningi, annað en aðeins meira líberal vinstristefnu.
og kjör kennara og heilbrigðisstarfsfólks verði bætt.
Ég get ekki tjáð mig um það - finnst reyndar ólíklegt að slíkt nái fram, en hvað veit maður?
Þá segir einnig að áherslur Kristsdags í Hörpu séu á skjön við ímynd þjóðkirkju.
Ég er að heyra um þennan "Kristsdag" núna fyrst. Svo ég hef ekki hugmynd um hvernig það er á skjön við ímynd þjóðkirkju.
Flokksráðsfundurinn hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða þá hörðu hægristefnu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næsta árs og ríkisfjármálaáætlun til næstu fjögurra ára.
Ég hvet flokkráðsfundinn til þess að benda mér á þessa "Hörðu hægristefnu."
Þar birtist skýr skín [sic] ríkisstjórnarinnar um að færa Ísland frá því að vera norrænt velferðarsamfélag af því tagi sem best gerist á hinum Norðurlöndunum
Ég er ekki viss um að þau vitit hvað er í gangi á hinum nor'urlöndunum. Reyndar er ég heldur ekkert viss um að hin norðurlöndin hafi neitt verið að fylgjast með hvað var á seyði hjá okkur, í ljósi þess hverja svíar kusu yfir sig seinast.
yfir í að verða að nokkurs konar tilraunaverkefni fyrir hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar
Hættið að nota þetta orð, "nýfrjálshyggja." Það stendur ekki fyrir neitt.
með sílækkandi hlutfalli samneyslunnar,
Það er jákvætt.
versnandi stöðu kvenna á vinnumarkaði þar sem atvinnuleysi aukist meðal kvenna þegar kreppunni er að ljúka og verði langvinnara.
Er það?
Þá lýsir flokkráðsfundurinn undrun sinni á þátttöku þjóðkirkjunnar í samkomu bókstafstrúarhópa undir heitinu Kristsdagur sem fram fór í Hörpu.
Ef það heitir ekki "Islam," þá eru VG á móti því.
Þær áherslur og skilaboð sem samkoman sendi út í samfélagið, og ganga m.a. gegn kvenfrelsi og réttindum kvenna, er mjög á skjön á við þá ímynd sem þjóðkirkjan hefur lagt sig fram um að skapa um hlutverk sitt sem frjálslynd stofnun sem þjóni öllum þegnum samfélagsins, segir í ályktuninni.
Eru þeir að tala út um rassinn á sér núna? Ég held: já. Byggt á fyrri reynzlu af þeim.
Endurskoði harða hægristefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.