18.10.2014 | 22:09
Besta auglýsing sem Sjálfstæðisflokkurinn getur vonast eftir
Í ræðu sinni gagnrýndi Katrín m.a. skattabreytingar ríkisstjórnarinnar, viðhorf hennar til menntamála og stefnu stjórnvalda til loftlagsbreytinga og þróunaraðstoðar.
Gott að hún skuli minnast á það:
Af hverju eigum við, bláfátækt fólkið, sem höfum ekki efni á heilbrigðiskerfi, menntu, eða flatskjá, að borga fyrir ÞRÓUNARAÐSTOÐ? Hvernig höfum við efni á því?
Okkur er sagt að skattabreytingar ríkisstjórnarinnar eigi að auka ráðstöfunartekjur heimilanna. En hvaða heimili, verð ég að spyrja, eru það heimili öryrkja, heimili leigjenda, heimili venjulegs fólks sem allar kannarnir sýna að eyðir stórum hluta tekna sinna í mat...
Nú, þeir ætla að leggja af sykurskattinn, sem var lagður á hin og þessi matvæli, af fyrri ríkisstjórn, augljóslega til að gera þau aðgengilegri fyrir þá sem hafa litlar ráðstöfunartekjur.
Hvernig sem það nú virkar.
á sama tíma og nemendaígildum er fækkað í framhaldsskólum,
Hvað er nemendaígildi?
Katrín sakaði forsætisráðherra um ósamræmi milli orða og gjörða þegar það kemur að loftlagsmálum.
Hvað er þetta sem er alltaf að koma að öllu?
Benti hún á að á meðan forsætisráðherra ræddi loftlagsmál á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna og lýsti þar yfir stuðningi við kolefnisskatta og auknar aðgerðir í loftlagsmálum sýni stefna ríkisstjórnarinnar allt önnur sjónvarmið.
Við skulum vera þakklát fyrir að við, bæði þau sem fá einhver laun, og hinir, öryrkjarnir, sem fá bara rétt til að kaupa pakka af núðlum, skulum ekki þurfa að borga kolefnisgjald ofan á alltsaman.
Kolefnisgjöld voru ekki hækkuð heldur lækkuð síðastliðið vor
Er Kolla farin að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn núna? OK. Ég get sætt mig við það.
...og losunargjöld fyrirtækja vegna gróðurhúsalofttegunda voru lækkuð í fjárlögum 2014 og verða aftur lækkuð í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.
Ég þarf að muna að merkja X við D næst. Þeir eru augljóslega að vinna þarft verk. Ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir allslags aumingja.
Það stendur líka til að kippa Loftslagssjóði úr sambandi og minnka framlög til almenningssamgangna. Bíddu hvað er þetta? spurði Katrín.
Ég veit hvað þetta er: næsta kosningaræða Bjarna Ben: "Við munum kipp loftslagssjóði úr sambandi."
Ég styð þetta. Af hverju ekki? Af hverju á ég að líða fyrir einhverja vitleysu í útreiktum hippum?
Sagði hún að þó svo að nýr spítali sé forgangsmál allra ráðherra sjá þeir samt engar leiðir til að reisa hann.
Sama sama.
Nema þá með því að selja aðrar eignir, t.d. hluta úr Landsvirkjun sem er gríðarlega mikilvægt fyrirtæki þjóðhagslega, sagði Katrín og benti á að ágóði auðlegðarskatts í fimm ár, sem hefur nú verið afnuminn, myndi nægja til þess að byggja nýjan spítala.
Ja, auðlegðarskatturinn nýttist náttúrlega vel til að fækka sjávarútvegsfyrirtækjum... ekki fæ ég séð hvernig ríkið græddi meira á færri skattgreiðendum, svo ég leyfi mér að efast um að hún sé að reikna þetta rétt út þarna.
Benti hún á að ríkisstjórnin væri nú að færast fjær markmiðum Sameinuðu þjóðanna um að verja 0,7% af landsframleiðslu í þróunarsamvinnu.
Við höfum ekki efni á að reka okkar eigin kerfi. Ríkið tekur til sín helminginn af öllu, og hefur samt eki efni á því sem það á að vera að gera.
Á meðan svo er, getum við ekki verið að halda uppi útlendingum. Og jafnvel þó við hefðum efni á því... af hverju?
Í staðinn er fyrirhugað að setja aukið fjármagn í NATO, sem kallar eftir auknum framlögum aðildarríkja sinna fyrir framtíðar hernað.
Getur það ekki bara flokkast sem þróunaraðstoð?
Þannig er hin raunverulega forgangsröðun og gildir þá einu hvað við göngum marga metra með vatnsfötu á hausnum.
Ekki grenja í mig, mér er drullu-sama.
Eru ekki að fara að kaupa flatskjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.