Besta auglýsing sem Sjálfstæðisflokkurinn getur vonast eftir

Í ræðu sinni gagn­rýndi Katrín m.a. skatta­breyt­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, viðhorf henn­ar til  mennta­mála og stefnu stjórn­valda til loft­lags­breyt­inga og þró­un­araðstoðar.

Gott að hún skuli minnast á það:

Af hverju eigum við, bláfátækt fólkið, sem höfum ekki efni á heilbrigðiskerfi, menntu, eða flatskjá, að borga fyrir ÞRÓUNARAÐSTOÐ?  Hvernig höfum við efni á því? 

„Okk­ur er sagt að skatta­breyt­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar eigi að auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­il­anna. En hvaða heim­ili, verð ég að spyrja, eru það heim­ili ör­yrkja, heim­ili leigj­enda, heim­ili venju­legs fólks sem all­ar kann­arn­ir sýna að eyðir stór­um hluta tekna sinna í mat...

Nú, þeir ætla að leggja af sykurskattinn, sem var lagður á hin og þessi matvæli, af fyrri ríkisstjórn, augljóslega til að gera þau aðgengilegri fyrir þá sem hafa litlar ráðstöfunartekjur.

Hvernig sem það nú virkar. 

á sama tíma og nem­endaí­gild­um er fækkað í fram­halds­skól­um, 

Hvað er nemendaígildi? 

Katrín sakaði for­sæt­is­ráðherra um ósam­ræmi milli orða og gjörða þegar það kem­ur að loft­lags­mál­um.

Hvað er þetta sem er alltaf að koma að öllu? 

Benti hún á að á meðan for­sæt­is­ráðherra ræddi loft­lags­mál á leiðtoga­fundi Sam­einuðu þjóðanna og lýsti þar yfir stuðningi við kol­efn­is­skatta og aukn­ar aðgerðir í loft­lags­mál­um sýni stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar allt önn­ur sjón­varmið.

Við skulum vera þakklát fyrir að við, bæði þau sem fá einhver laun, og hinir, öryrkjarnir, sem fá bara rétt til að kaupa pakka af núðlum, skulum ekki þurfa að borga kolefnisgjald ofan á alltsaman. 

„Kol­efn­is­gjöld voru ekki hækkuð held­ur lækkuð síðastliðið vor

Er Kolla farin að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn núna?  OK.  Ég get sætt mig við það. 

...og los­un­ar­gjöld fyr­ir­tækja vegna gróður­húsaloft­teg­unda voru lækkuð í fjár­lög­um 2014 og verða aft­ur lækkuð í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir næsta ár.

Ég þarf að muna að merkja X við D næst.  Þeir eru augljóslega að vinna þarft verk.  Ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir allslags aumingja. 

Það stend­ur líka til að kippa Lofts­lags­sjóði úr sam­bandi og minnka fram­lög til al­menn­ings­sam­gangna. Bíddu hvað er þetta?“ spurði Katrín. 

Ég veit hvað þetta er: næsta kosningaræða Bjarna Ben: "Við munum kipp loftslagssjóði úr sambandi."

Ég styð þetta.  Af hverju ekki?  Af hverju á ég að líða fyrir einhverja vitleysu í útreiktum hippum? 

Sagði hún að þó svo að nýr spít­ali sé for­gangs­mál allra ráðherra sjá þeir samt eng­ar leiðir til að reisa hann.

Sama sama.  

 „Nema þá með því að selja aðrar eign­ir, t.d. hluta úr Lands­virkj­un sem er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir­tæki þjóðhags­lega,“ sagði Katrín og benti á að ágóði auðlegðarskatts í fimm ár, sem hef­ur nú verið af­num­inn, myndi nægja til þess að byggja nýj­an spít­ala. 

Ja, auðlegðarskatturinn nýttist náttúrlega vel til að fækka sjávarútvegsfyrirtækjum... ekki fæ ég séð hvernig ríkið græddi meira á færri skattgreiðendum, svo ég leyfi mér að efast um að hún sé að reikna þetta rétt út þarna. 

Benti hún á að rík­is­stjórn­in væri nú að fær­ast fjær mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna um að verja 0,7% af lands­fram­leiðslu í þró­un­ar­sam­vinnu.

Við höfum ekki efni á að reka okkar eigin kerfi.  Ríkið tekur til sín helminginn af öllu, og hefur samt eki efni á því sem það á að vera að gera.

Á meðan svo er, getum við ekki verið að halda uppi útlendingum.  Og jafnvel þó við hefðum efni á því... af hverju?

„Í staðinn er fyr­ir­hugað að setja aukið fjár­magn í NATO, sem kall­ar eft­ir aukn­um fram­lög­um aðild­ar­ríkja sinna fyr­ir framtíðar hernað.

Getur það ekki bara flokkast sem þróunaraðstoð? 

„Þannig er hin raun­veru­lega for­gangs­röðun og gild­ir þá einu hvað við göng­um marga metra með vatns­fötu á hausn­um.“

Ekki grenja í mig, mér er drullu-sama. 


mbl.is Eru ekki að fara að kaupa flatskjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband