19.10.2014 | 01:36
Hefur þú aldrei hitt einn?
"Óbreyttir borgarar eru til allrar hamingju lítið fyrir það að drepa annað fólk, svona yfirleitt."
Hermenn ekki heldur - ef eitthvað er að marka rannsóknir bandaríska hersins á eftir-orrustu skýrzlum síðan ww1&2.
Niðurstaða: allt að 2/3 taka ekki einu sinni þátt í bardögum, jafnvel þegar verið er að skjóta á þá. Af hinum, þá eru ansi fáir sem skjóta í átt að andstæðingnum. Flestir bara *skjóta eitthvert tuil aðp taka þátt.*
"Trú, siðferðisleg gildi og lög mæla gegn slíku athæfi."
Kjaftæði. Fólk er bara svona.
"En hversu friðsamleg og miskunnsöm erum við?"
Í raun? Flest ráðumst við bara á minni máttar. Vegna þess að þeir slá síður á móti. Þess vegna er samfélögum svo mikilvægt að allir séu óvopnaðir, svo fámennir hópar geti drottnað yfir stærri hópum með ofbeldi.
"Eina sem þurfti til að brjóta niður siðmenningarmúrinn var að ábúðarmikill maður í hvítum sloppi segði þátttakendum fyrir verkum."
Heh. Nei. Siðmenningin sagði að gaurinn í hvíta sloppnum hefði vit á þessu.
"Hernaður er eitt, hrottaskapur Íslamska ríkisins, IS, á sér vart líka og meðferð þeirra á óbreyttum borgurum úr trúarfylkingum sem IS líkar ekki við er ólýsanleg "
Þú ferð ekki mikið út, er það?
Skoðum söguna.
Árin 1952-1960 vour Bretar að berjast við Mau Mau í Kenya. Meðal þess sem þeir, bretarnir, dunduðu sér við, þegar þeir náðu einhverjum til fanga, var að troða flöskum upp í endaþarminn á þeim, og bróta þær svo þar. Þótti það hin mesta skemmtun.
1941 hófst Barbarossa herferðin. Þá börðust sósíalistar við aðra sósíalista, og gekk víglínan fram og aftur. Þegar þjóðverjar náðu bæ, tóku þeir alla gyðingana (ef einhverjir voru þar) og fóru með þá í þar til gerða verksmiðju til þess að búa til sápu úr þeim.
En þeir drápu ekki alla. Svo, seinna, þegar Rússar náðu pleisinu aftur, þá fannst þeim grunsamlegt að ekki var búið að myrða fleiri, grunuðu alla íbúna um föðurlandssvik, og áttu til að taka þá alla af lífi.
Förum lengra aftur: 1618-1648 geisaði 30 ára stríðið í Þýzkalandi. Það var mjög skemmtilegt. Þar liftu herflokkar á uppskeru bænda, með þeim afleiðingum að bændur sultu.
Svo mættu svíarnir á svæðið. Þegar þeir komu að tómum matarkistum, þá náðu þeir sér í trekt, komu henni fyrir í munni húsráðenda, og migu í hana. Ef þeim var ekki mál, fóru þeir í flórinn og náðu í eitthvað sem var nógu þunnfljótandi þaðan, og settu í trektina.
Þegar húsráðendur voru svo orðnir fullir af gumsi, spörkuðu svíarnir í þá til að knýja þá til sagna.
Og svo framvegis.
ISIS er ekkert meira brútal en hver annar, og ekki að finna neitt upp.
"Lítið er í reynd vitað um aðferðirnar sem yfirmenn IS í Sýrlandi og Írak nota til að herða liðsmenn sína, gera þá miskunnarlausa."
Þeir auglýsa eftir fólki, og fá ekkert nema rétta fólkið. Þetta er auðvelt. (Ég hef ekki séð að þetta sé mjög gott bardagalið hinsvegar...)
"Gera yrði þá ónæma fyrir þjáningum annarra,"
Væri ekki betra að fá bara sadista?
tryggja að þeir væru hræddir við yfirmann sinn en líka hlýðnir. "
Þetta er gert í mörgum herjum, viljandi, til að þeir loði betur saman og séu ekki að gera hluti sem þeir eiga ekki að vera að gera.
"En hann bætti við: Ef óvinir okkar halda að við séum brjálaðir sigrum við jafnvel áður en sjálfur bardaginn byrjar."
Þetta virkar á heimskt og veklundað fólk. Sem sagt, flesta. Raunveruleikinn er sá að brjálað fólk er auðsigrað. Menn þurfa bara þennan smá aga sem þarf til að standa og berjast, en ekki hlaupa í burt eins og aular og fela sig undir rúmi.
"Á undan liði IS fer annar her, sveitir ofsahræðslu við menn sem virðast hafa yfirgefið mannkynið."
Ef þeir eru ekki mennskir, þá þýðir það að ég má borða þá. Ég á karrý.
"Wakefield veltir því fyrir sér hvort við ættum frekar að gera gys að íslamistaleiðtogum en að hneykslast á þeim."
Auðvitað ættum við að gera það.
Sjáið til dæmis ISIS. Þeir rétt eiga í lítinn hóp skæruliða, þó þeir sjálfir séu meira en þrefalt fleiri. Einu vopnuðu mennirnir sem þeir hafa komist í kast við. Svo koma bandaríkjamenn með nokkrar fjarstýrðar flugvélar, og bardaginn snýst við.
Er ég sá eini sem tekur eftir þessu?
Að breyta strákum í skrímsli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Disney teiknimyndinn Education for Death (1942) útskýrir hvernig svona heila þvottur fer fram.
https://www.youtube.com/watch?v=D8bCuNiJ-NI
Kristjan Birnir (IP-tala skráð) 19.10.2014 kl. 02:40
Þessi er líka fræðandi og skemmtileg: https://www.youtube.com/watch?v=w7cZuhqSzzc
Ekki Disney samt, heldur PBS
Ásgrímur Hartmannsson, 19.10.2014 kl. 03:13
Sæll.
Það sem vantar algerlega í þessa grein er hve stórt hlutverk trúin leikur í gjörðum IS. Hún stýrir IS.
Það sem t.d. IS og Boko Haram eru að gera er alveg eftir því sem í íslömskum textum segir. Þegar stjórnmálamenn segja að IS sé ekki íslamskt eru þeir að gera sig að fíflum vegna þess að leiðtogi IS er með doktorspróf í íslömskum fræðum og lika vegna þess að þeir skilgreina ekki íslam heldur íslamskir textar. Leiðtogi Boko Haram er sömuleiðis lærður í íslömskum fræðum. Vestrænir stjórnmálamenn vita ekki hvað snýr upp eða niður hvað islam varðar.
Hvers vegna skera IS hausinn af gíslum sínum? Fyrir því í er fordæmi í súru 47:4 sem og úr ævisögu Múhameðs.
Hvers vegna gera IS liðar konur að kynlífsþrælum? Því Múhameð gerði slíkt, fyrir því er fordæmi spámannsins og víða í kóraninum er þeim sagt að hlýða honum - það er í íslömskum textum.
Hvers vegna giftast múslimar ungum stúlkum, stúlkum sem ekki eru enn farnar að hafa á klæðum? Því Múhameð gerði slíkt og kóraninn leyfir það - það er í íslömskum textum.
Hvers vegna ráðast IS liðar á þá sem ekki eru múslimar? Því þeir eru "kafirs" og allt er leyfilegt gegn kafirs skv. íslömskum textum.
Hvers vegna eiga konur að hylja sig? Því það stendur í kóraninum og Múhameð sagði það.
Það sem margir fatta ekki er að IS er með fullar hirslur fjár og að sigra þá mun taka langan tíma þannig að bardaginn er ekki að snúast við eins ÁH telur sig sjá, það er alrangt. IS herinn telur tugi þúsunda og margir þar eru vel þjálfaðir og vita hvað þeir eru að gera þegar að hernaði kemur. Vel má vera að Bagdad falli.
Helgi (IP-tala skráð) 19.10.2014 kl. 06:35
Skil ekki þessa grein. - Er greinahöfundur að mæla IS (ISIS) bót, eða hvernig á að skilja þetta ? -
Af því að einhver gerði eitthvað einhverntíma, er þá allt í lagi að aðrir geri sama viðbjóðinn núna ? - Skil ég þessa grein rétt ?
Már Elíson, 19.10.2014 kl. 10:31
Það sem ég sé, er að þarna er frekar lítill hópur - ca. 30K manns, sem ræður ekki við að berjast við hópa sem eru stærri en 1/3 af þeirra heildarfjölda.
Af hverju er verið að mikla eitthvað svoleiðis fyrir sér?
Þarna í Kobane fær hópur sem er *mest* 1/3 af ISIS liðinu smá hjálp, og bardaginn snýst við. Tímabundið - fer eftir hvort Kúrdarnir fá liðsauka og birgðir hvort það er hægt að viðhalda því.
Már: það sem ég er að benda á, er að það er ekkert sem nýju gaurarnir gera sem ekki hefur verið gert áður. Jafnvel verri hlutir. Og í framtíðinni verða verri hlutir framkvæmdir.
Ekkert ólýsanlegt er að gerast. Ekkert nýtt. Ekkert ómannlegt.
Ég hef aldrei verið þekktur fyrir að koma með neina gildisdóma um slíkt.
Kalt mat.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.10.2014 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.