Gott að vera í þeirri aðstöðu að fá gefins vélbyssur

Oftast þarf maður að vera búinn að verða fyrir aðkasti einhverra sem þykja miklar grílur á vesturlöndum - og þá í svo langan tíma að allir vinir manns eru dauðir.  

Hann bætti því við að sú fjár­veit­ing sem embætti rík­is­lög­reglu­stjóra fékk til að efla búnað og þjálf­un lög­reglu­manna á þessu ári, sam­tals 78 millj­ón­ir króna, hefði ekki verið nýtt til að kaupa skot­vopn. „Ekki ein króna,“ sagði hann.

Það mun kosta milljónir að skjóta úr þeim.  High-impulse ammó er ekkert gefins. 

Jón sagði að frá því á tím­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar og til árs­ins 2000 hafi lög­regl­an átt um það bil 70 hríðskota­byss­ur.[...] „Þær voru orðnar ónot­hæf­ar vegna ald­urs ...

Ha?  Hvernig?  Ryðguðu þær?  Hvernig urðu einhverjar byssur sem voru bara geymdar á lager alltaf "ónothæfar vegna aldurs?"  Þetta er stál.  Það endist svo lengi sem það ryðgar ekki.  Ef Forn Egyptar hefðu átt vélbyssur, og geymt þær í olíu, þá væri enn hægt að skjóta úr þeim núna, 5000 árum síðar. 

Jón sagði aðspurður, að vopna­búr lög­regl­unna hafði minnkað sem nem­ur hríðskota­byss­un­um 70 sem var aflagt sök­um ald­urs.

Hann lætur þetta hljóma eins og einhverja ansi mikilvæga hólka.  Hvað var þetta?  Bergmann? (Það virkar enn.)

Hmm...

Þarf að spyrja hvort kaninn getur ekki óvart airdroppað vopnafarmi á lóðina hjá mér... 


mbl.is Hríðskotabyssurnar norsk gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver ætli fái gefins gömlu byssurnar 70 sem íslenska löggan segist hafa losað sig við? Eða verða þær til sölu á næsta lausamuna uppboði?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2014 kl. 21:32

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ætli þær séu ekki naglar núna, eða garðhúsgögn. Miðað við fyrri reynzlu af umgengni ríkisins við verðmæti þá myndi ég veðja á það.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.10.2014 kl. 23:48

3 identicon

Hvar ætlar þú að fá skotfæri í byssur sem voru framleiddar á tímum síðari heimstyrjaldar? Skotvopn, eins og annað, verða svo úrelt þegar nýjir öryggisstaðlar taka við.

Ari (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 07:54

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Parabellum." Enn framleitt.

.45 auto. Enn framleitt.

.308 enn framleitt.

.50 enn framleitt

.303 enn framleitt

.30-06 enn framleitt

9mm makarov enn framleitt

7mm tokarev, enn framleitt

það er meira að segja fyrirtæki sem framleiðir 8mm Gasser.

Allt í notkun, allt enn framleitt. Mis-auðfáanlegt, en fáanlegt.

Það er helst erfitt að fá skot í japanskar byssur, en enginn heilvita maður notar þær, af góðri ástæðu.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.10.2014 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband