21.10.2014 | 20:30
Gott að vera í þeirri aðstöðu að fá gefins vélbyssur
Oftast þarf maður að vera búinn að verða fyrir aðkasti einhverra sem þykja miklar grílur á vesturlöndum - og þá í svo langan tíma að allir vinir manns eru dauðir.
Hann bætti því við að sú fjárveiting sem embætti ríkislögreglustjóra fékk til að efla búnað og þjálfun lögreglumanna á þessu ári, samtals 78 milljónir króna, hefði ekki verið nýtt til að kaupa skotvopn. Ekki ein króna, sagði hann.
Það mun kosta milljónir að skjóta úr þeim. High-impulse ammó er ekkert gefins.
Jón sagði að frá því á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og til ársins 2000 hafi lögreglan átt um það bil 70 hríðskotabyssur.[...] Þær voru orðnar ónothæfar vegna aldurs ...
Ha? Hvernig? Ryðguðu þær? Hvernig urðu einhverjar byssur sem voru bara geymdar á lager alltaf "ónothæfar vegna aldurs?" Þetta er stál. Það endist svo lengi sem það ryðgar ekki. Ef Forn Egyptar hefðu átt vélbyssur, og geymt þær í olíu, þá væri enn hægt að skjóta úr þeim núna, 5000 árum síðar.
Jón sagði aðspurður, að vopnabúr lögreglunna hafði minnkað sem nemur hríðskotabyssunum 70 sem var aflagt sökum aldurs.
Hann lætur þetta hljóma eins og einhverja ansi mikilvæga hólka. Hvað var þetta? Bergmann? (Það virkar enn.)
Hmm...
Þarf að spyrja hvort kaninn getur ekki óvart airdroppað vopnafarmi á lóðina hjá mér...
Hríðskotabyssurnar norsk gjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hver ætli fái gefins gömlu byssurnar 70 sem íslenska löggan segist hafa losað sig við? Eða verða þær til sölu á næsta lausamuna uppboði?
Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2014 kl. 21:32
Ætli þær séu ekki naglar núna, eða garðhúsgögn. Miðað við fyrri reynzlu af umgengni ríkisins við verðmæti þá myndi ég veðja á það.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.10.2014 kl. 23:48
Hvar ætlar þú að fá skotfæri í byssur sem voru framleiddar á tímum síðari heimstyrjaldar? Skotvopn, eins og annað, verða svo úrelt þegar nýjir öryggisstaðlar taka við.
Ari (IP-tala skráð) 22.10.2014 kl. 07:54
"Parabellum." Enn framleitt.
.45 auto. Enn framleitt.
.308 enn framleitt.
.50 enn framleitt
.303 enn framleitt
.30-06 enn framleitt
9mm makarov enn framleitt
7mm tokarev, enn framleitt
það er meira að segja fyrirtæki sem framleiðir 8mm Gasser.
Allt í notkun, allt enn framleitt. Mis-auðfáanlegt, en fáanlegt.
Það er helst erfitt að fá skot í japanskar byssur, en enginn heilvita maður notar þær, af góðri ástæðu.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.10.2014 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.