22.10.2014 | 15:52
Hverju erum við, borgararnir, bætt, með þetta?
Ég spyr. Ég satt að segja býst ekki í alvöru við að fá svör, en hugsum aðeins um þetta:
Þjálfun lögreglumanna í meðferð skotvopna hefur lengst af verið í mýflugumynd og að mínu mati ekki verið í samræmi við þann veruleika sem við búum við í dag, segir Gunnsteinn R. Sigfússon
Við hvaða veruleika býr hann? Annan en minn, greinilega.
Gunnsteinn leggur áherslu á að það sé ekkert nýtt að lögreglan hér á landi búi yfir vopnum.
Það gerir það ekki rétt. (Og ekki rangt heldur. Þetta er bara eins og að benda á að vatn sé blautt. (ég geri það oft))
Dæmi væru fyrir vikið um að óvopnaðir lögreglumenn hafi verið sendir á vettvang þar sem skotvopn hafi komið við sögu
Dóu þeir mikið?
og nefnir hann sérstaklega eitt slíkt í Reykjavík fyrir nokkrum árum þar sem maður hafi verið skotinn til bana. Gunnsteinn segist þeirrar skoðunar að í slíkum tilfellum þyrftu venjulegir lögreglumenn að geta haft vopn við höndina.
Hefði sá látni orðið minna látinn fyrir vikið? Hvað hefðu þeir annars þurft að skjóta marga?
Ef að útkall sem þetta kemur t.d. upp á höfuðborgarsvæðinu getur staðan verið sú að vakthafandi sérsveitarmenn séu staddir í Keflavík, Selfossi eða annars staðar og því ekki í seilingarfjarlægð ef bregðast þarf skjótt við. Eins getur staðan verið sú í víðfeðmum embættum lögreglu á landsbyggðinni að lögreglumenn séu staddir í tugkílómetra fjarlægð frá lögreglustöð ef og þegar vopnamál kemur upp. Þá er spurningin hvernig þeir eiga að bregðast við í slíkum tilvikum? segir hann.
Þetta vekur upp spurningu:
Þurfa borgararnir þá ekki að vera vopnaðir líka?
Ég meina, í núverandi stöðu lítur dæmið svona út:
Þú ert bara heima hjá þér að tjilla, þegar nokkrir vopnaðir menn brjótast inn, vopnaðir haglabyssum, og byrja að plaffa á þig.
Þú nærð kannski að fela þig inni í herbergi og hringja í lögguna.
Nú hafa glæponarnir að meðaltali korter til að skjóta þig í gegnum hurð, eins og Pistorius, og löggan kemur að þér dauðum. Hvort sem löggen hefur vélbyssur eða ekki, þá er niðurstaðan: þú: dauður.
Ef þú nærð ekki að hringja finnur löggan þig kannski á morgun, kannski eftir viku. Dauðan.
Lögreglan gæti verið búin árásarþyrlum og skriðdrekum, en þú myndir samt enda dauður.
Vegna þess að þú getur ekki skotið á móti.
Bendir hann á að fyrir örfáum árum hefði talist óhugsandi að vopnaður maður myrti tugi manneskja í Noregi.
Og engin þeirra skaut á móti.
Ekki sé útilokað að hingað til lands gætu komið einstaklingar í þeim tilgangi að fremja hryðjuverk.
Það bitnar fyrst á borgurunum. Svo, þegar hryðjuverkamennirnir eru orðnir skotfæralausir, þá mætir löggan.
Það er huggun harmi gegn að þeir munu virka mjög skömmustulegir þegar þeir verða sendir aftur heim til sín.
Komið hafi verið í veg fyrir ýmislegt af þeim toga á hinum Norðurlöndunum.
Að sögn.
Hins vegar spyr hann að lokum hvað eigi að gera ef það sem talið er óhugsandi gerist.
Ja, það sem gerist: fullt af óvopnuðu fólki sem getur ekkert varið sig deyr. Þegar það er búið mætir löggan.
Ríkið segir að það eigi að vera þannig.
Þurfa að geta gripið til vopna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.