23.10.2014 | 23:32
Svo margt til að hafa ekki áhyggjur af
Fremsta skylda stjórnvalda er að verja öryggi íslenskra borgara
Er það? Eru þau að því?
og það er við stærri ógnir að etja en nokkru sinni fyrr því miður,
Hverjar? Segið nú frá.
Isis hryðjuverkasamtökin sem ógna heimsfirði nú um stundir
Þeir hlægilegu vitleysingar? Kanntu annan? Ég, þú, mamma þín og gaurinn í næsta húsi gætum rekið þá í burtu með þeim vopnum sem ég get reddað á korteri.
og reyndu að notafæra sér íslenska landslénið is,
Til að drepa fólk með vúdú í gegnum internetið.
Þá sagði hún mikilvægt að horfast í augu við raunveruleikann, og benti á skotárásina í kanadísku borginni Ottawa í gær, þar sem skotum var hleypt af í og við kanadíska þingið.
Eigum við að fara í baklás út af einum geðsjúkum dópista í útlandi?
Árásin átti sér stað nokkrum klukkustundum eftir að kanadísk stjórnvöld ákváð að hækka viðbúnaðarstig vegna hættu á hryðjuverkaárás í landinu.
Þeir voru greinilega engu bættari með það.
Fyrr í þessum mánuði greindu kanadísk stjórnvöld frá því að þau hyggðust taka þátt í aðgerðum, sem Bandaríkin leiða, gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslam í Írak.
Þeir verða að hreyfa herinn, annars enda þeir eins og þjóðverjar.
Getum ekki stungið höfðinu í sandinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.