Ætli norðmenn séu mikið að hlægja að okkur?

Ég held það. 

Hversu marg­ar eru byss­urn­ar sem Land­helg­is­gæsl­an og lög­regl­an fengu? Feng­ust þær gef­ins eða voru þær keypt­ar? Ýmis­legt er enn óljóst í stóra byssu­mál­inu.

Óljósast finnst mér hvaða not þeir hafa fyrir þær.

Kannski er hugmyndin að hafa svona stockpile sem kommúnistar geta lagt undi sig í næstu uppreisn.

Þeir eru alveg vísir til þess. 

Talað var um 200 vél­byss­ur sem síðan urðu að 250.

Í millitíðinni urðu þær 150, svo átti alndhelgisgæzlan að fá 250... 

Það mætti halda að þetta sé eitthvert ríkis-verkefni.

Land­helg­is­gæsl­an hef­ur hins veg­ar sagt að slík­ur samn­ing­ur væri alltaf gerður en aldrei hefði hins veg­ar verið greitt fyr­ir búnað frá Norðmönn­um og norsk yf­ir­völd aldrei gengið á eft­ir greiðslum. 

Þetta verður að teljast sá áhugaverðasti samningur sem ég hef heyrt um í langan tíma.

DV greindi frá því  

... **** DV... þið gætuð eins vitnað í Dhammapada.

Sagði hann lög­regl­una hafa átt um 70 vél­byss­ur frá því á tím­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar og fram til árs­ins 2000 en þær hafi sára­lítið verið notaðar og verið orðnar gaml­ar og ónot­hæf­ar.  

Þetta fær mig til að klóra mér í höfðinu.

Í alvöru?

Rík­is­lög­reglu­stjóri ætlaði ekki að taka við byss­un­um ef greiða þyrfti fyr­ir þær.

Ég skal alveg kaupa af þeim nokkur stykki.  46.000 er ekkert verð fyrir svona haglara.

Ég sé alveg hvað er að gerast hérna.

Norðmenn eru að losa sig við gamlar, mikið notaðar byssur, vegna þess að þeir eru að endurnýja.  (Það er sennilega búið að skjóta 10-15.000 skotum úr hverri byssu), og eru að gefa þær hingað, því það er sennliega ódýrara en að bræða þær (og miklu umhverfisvænna.)

Hérna megin hefur mikil leynd hvílt yfir öllu svona, vegna þess að ríkið treystir ekki fólkinu, og öfugt, og öfugt, og báðir aðilar hafa nokkuð fyrir sér í því.  Ég meina, fólk sem kýs svona yfirvöld, því er ekki treystandi.

Og í staðinn fyrir að koma bara hreint fram - eins og hefði staðið til boða þar sem svona mögnuð leyndarhyggja er ekki við lýði, þá er bara logið.  Eins og venjulega.  Bara því fyrsta sem þeim dettur í hug.

Þetta er karma. 


mbl.is Voru byssurnar seldar eða gefnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband